Nýtt ár og ný ævintýr...

Nýtt ár byrjar með vorveðri ... eða er þetta haustveður? Allavega ekki alveg "venjulegt" janúarveður. En þetta ár verður örugglega ekkert "venjulegt" heldur. Ýmislegt breytist en það er sumt sem aldrei breytist og það er krúttleikastig kettlinga InLove

bast-og-eg.jpg

Sæl og blessuðSmile  Bast og ég heilsumst hátíðlega í einum hlutverkaleiknum Joyful

elin-litla-a_-halla-ser.jpg

Er "maður" sætastur eða hvað? InLove Þetta er hún Elín litla sem flytur til nýja eiganda síns eftir ca tvær vikur.

alex-me_-fjogur.jpg

Hennar hátign Lady Alexandra með fjögur af sínum fimm: Obama, Mýsla litla, Bangsi og Snati. (já ég veit þetta eru skrítin kisunöfn en hundurinn okkar heitir líka Dúfa.... Sideways ) Obama og Tígri bróðir hans fluttu saman á nýtt heimili og Bangsi fer á föstudaginn. Mýsla og Snati eru ólofaðir ... ef þig vantar einn ... Tounge

allt-ver_ur-leikfang.jpg

 Þetta eru algjörir fjörkálfar! Álfur litli og Jóli hasast þarna saman og Elín litla nagar skottið á Jóla á meðan. Það verður ALLT að leikföngum í loppunum á þeim!

tveir-dokkir-kruttulingar.jpg

Ég verð að játa að mér verður ekki mikið úr verki þessa dagana, gæti bara dúllað mér hjá þessum krúttum allan sólarhringinn Heart Það er eins og þau séu í eilífum hlutverkaleikjum, stundum er einhver skrímslið og hinir þurfa að yfirvinna það. Stundum er kassi eða gömul skóreim eða krumpað umslag mjög spennandi bráð. Svo er ómetanlegt að hafa systkinin fyrir fórnarlömb eða óvætti eftir því hvaða leik er verið að leika þá stundina Grin

knus-mamma-min-edda-og-tvis.jpg

 Svo þarf regulega að taka smá pásu í fjörinu til að knúsa aðeins  InLove

mysla-litla-krutt.jpg

Það þarf líka að kunna að "pósa"...

embla-sol-me_-snata.jpg

Aldrei mjög leiðinlegt hjá þessum tveim Joyful

embla-sol-me_-obama.jpg

Það er nú ekki amalegt að búa með svona dásemdarkrúttum og gleðigjöfum InLove

embla-me_-krutt.jpg

 Lífið er svo dásamlegt alla daga. Hvort sem maður hefur einhvern fyrir skrímslið, bráðina, leik- eða knúsufélaga þá er alltaf til efniviður í góðan og spennandi dag Joyful

Knús og ljúfan dag til ykkar elsku bloggvinir og aðrir sem "álpast" hingað inn að lesa Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég og Þórdís sitjum hér í krúttkasti. Henni finnst Embla vera algjör krúttstelpa og elsku Englakonan best  (Þórdís bað mig um að skrifa þetta) Ég er obbosslega skotin í tveimur... er að hugsa málið hvort ég á að þora að bæta við mig einu kisukrútti...

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.1.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Mikið rosalega væri ég nú hamingjusöm að vita af kisukrútti frá mér hjá ykkur yndislegu Grindjánunum   Hvaða tveimur? Af þessum þremur gráu sem við vorum með í stofunni? Bangsi er auðvitað einn, Snati flutti að heiman í dag en Mýsla litla er eftir. Ég get tekið einhvern frá ef þið eruð í alvöru að pæla...

Bestu kveðjur og knús til ykkar allra og spes englaknús til Þórdísar Eydís fær auðvitað líka englaknús

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 23:06

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég féll fyrir Mýslu og Snata, en þar sem Snati flutti að heiman þá væri það sennilega Mýsla sem mundi heilla mig mest... Svo finnst mér líka Jóli svaka spes. Reyndar allir, en það væri kannski of mikið að taka þá alla  Eydís var sofnuð áðan, annars hefði hún örugglega verið með í að dást að myndunum  Ætla að halda fjölskyldufund á morgun, læt þig vita

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.1.2009 kl. 23:46

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið eru þetta fallegar kisur.  Takk fyrir þessar myndir Ragnhildur mín, björguðu deginum fyrir mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2009 kl. 11:45

5 Smámynd: gudni.is

Yndislegar myndir hjá þér að vanda. Það er allt að verða klárt á mínu heimili til að bjóða Bangsa yndislega velkominn á sitt nýja heimili. Mikil tilhlökkun

gudni.is, 8.1.2009 kl. 12:10

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sigrún mín, já þeir eru sko allir dásamlega yndislegir Ég bíð spennt eftir fjölskyldufundinum. Bara að segja þér svo þú vitir að ég á von á þremur konum í dag að velja kettlinga en til öryggis held ég Mýslu til hliðar. Ég er samt ekki að meina neina pressu, það er úr nógu mörgum að velja fyrir þær samt

Ásthildur mín, þakka þér fyrir. Ja það var ekki verra að bjarga eins og einum degi  

Guðni minn, takk. Mikið er gaman að heyra, já ég veit að það mun ekki væsa um hann Bangsakrútt á þínu heimili

Nú þýðir ekki lengur að hafa hliðið fyrir hjá þeim á efri hæðinni. Þessi litlu kríli klifra bara yfir, svo við tókum hliðið og þeir eru á ferðinni út um allt. Allir tvífættir heimilismeðlimir tipla á tánum til öryggis haha og reyna að setja viðkvæma hluti hátt upp í hillu Þvílíkt fjör og krútt hvert sem litið er

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 12:58

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er alveg upplagt að setja kennaratyggjó undir viðkvæma hluti, svona meðan þessi kríli eru að ærslast um allt  

Það var haldinn fjölskyldufundur í hádeginu. Niðurstaða fundarins var einróma  sem þýðir að eitt kisukrútt flytur til okkar. Ég er eins og fyrr sagði voða skotin í Mýslu, en Steina langar að skoða hina líka. Hann var ekkert með þetta í huga þegar við vorum í heimsókn. Ég vil náttla koma sem fyrst, í kvöld eða á morgun, ef það er í lagi?

Kisukrúttkveðja

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.1.2009 kl. 13:44

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Oh þið eruð æði! Ég í eigingirni minni er svo hamingjusöm að vita af litlu krúttukisunum mínum fara á svona góð heimili eins og til ykkar. Komið bara sem fyrst, hringdu í mig, ég er bara heima og á von á tveimur hingað á eftir að kíkja á kisur, viltu vera á undan.....?

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 13:53

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég bráðna nú bara oní stólinn minn þegar ég skoða þessar fallegu myndir. Þegar fer að hægjast um í flutningum með gamla minn og ég hressist, þá kem ég í heimsókn. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 15:37

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gleðilegt nýtt ár kæra Ragnhildur.

Sigurður Hrellir, 9.1.2009 kl. 11:45

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Heimferðin gekk vel, kisu var gætt vel á leiðinni og heyrðist ekki múkk í henni. Simbi skoðaði smávegis þetta undur og skrapp svo út á kattaþing. Kisa kúrir nú í sófanum í fanginu á pabba

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:42

12 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ, hvað það var gott að heyra Sigrún. Þakka þér fyrir hugulsemina að senda mér komment um hana "Mýslu" litlu. Gangi ykkur öllum vel, knús á yndislega gengið þitt   Alexmamma er alveg róleg í dag og allt í lagi með hana. Hún leitaði aðeins í gærkvöldi en sofnaði svo bara. Það er eins og hún hafi alveg skilið hvað var í gangi í gær.

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband