Enn og aftur um krúttin mín :-)

Litlu krúttin okkar færa okkur knús, gleði og sólskin í hjartað Joyful

Auðvitað er Emblan mín aðal og yfirkrútt eins og alltaf Heart

embla-yfirkrutt.jpg

Ég sýndi henni prjónagarn um daginn og spurði hana hvernig henni fyndist þessi græni litur. Hún svaraði: "Váááááá  band! Amma hetla (hekla)!"  og rétti mér hnykilinn ákveðin. InLove Og auðvitað mun hún fá heklaða peysu úr því garni Joyful  

Og svo eru það öll "litlustu" krúttin á bænum. ("klekkligadnið" eins og Emblan mín segir InLove )

Vala, sem ég hélt að gengi með 8 kettlinga, reyndist með 3 og er í fínum holdum á eftir. Semsagt átvagl Cool Sem betur fer verð ég að segja, ég var komin með smá áhyggjur ef þetta yrðu kannski 20 kettlingar á heimilinu Shocking en þeir eru "bara" 12. 

vala-me_-bornin-sin.jpg

Hérna liggur nýjasta fjölskyldan í fæðingarkassanum, við hliðina á hjónarúminu.... Já, heimilið er allt undirlagt og engar ýkjur þar sko. 

voluborn-ca-2-daga.jpg

Þetta eru litlu Völubörn ca tveggja daga gömul. Einn er allur svargrár(Jóli ), einn svargrár með hvítan maga, sokka og trýni (Álfur) og svo þessi bröndótti (Dísa ljósálfur) sem greinilega minnir mann á blörraða gaurinn... Wink   Nöfnin eru náttúrlega bara bráðabirgðanöfn fyrir okkur til að aðgreina þá, ég veit ekki einu sinni fyrir víst hvaða kyn þeir eru! Sideways

Þessar litlu kisumömmur, allar þrjár, eru alveg dásamlegar. Passa vel upp á sín börn, ein Á neðstu hæðina hjá sinni fjölskyldu (dóttur minni og familý) ein Á stofuna okkar og ein Á hjónaherbergið. Við mannfólkið fáum bara að vera þarna inni upp á náð og miskunn.Woundering  Þetta verður bara að vera svona fyrstu sólarhringana svo fara þær að slaka aðeins á. Dúfa mín er ekkert voða vinsæl af mömmunum en þegar þær eru fjarri leyfi ég Dúfu að þefa aðeins af kettlingunum sem mjáa þvílíkt (það er soddan rödd í þessari kisufjölskyldu!). Dúfu finnst þetta algjör kraftaverk og dúllur, hnusar voða varlega og gefur þeim pínulítið knús á nebbann. Æ, svo sætt. InLove    Um leið og litlu krúttin opna augun og verða smá sjálfstæðari þá slaka mömmurnar á. 

Í dag ætla tvær fjölskyldur að koma og skoða kettlinga og velja sér sinn nýja fjölskyldumeðlim. Auðvitað fara þeir ekkert héðan fyrr en í janúar eða febrúar. En það er samt ekkert galið að velja strax og fylgjast með þeim vaxa og þroskast, ég get sett myndir hér og sent heim í maili ef fólk vill. Þannig að þið sem hafið pælt í að fá ykkur kettling á nýju ári, hafið bara samband 694-3153 Smile

Á morgun er hinn árlegi fjölskylduföndurdagur. Þetta hefur verið siður í fjölskyldunni í áraraðir og alltaf bætist í hópinn þegar fjölskyldan stækkar. Alveg dásamleg byrjun á aðventunni. Ég hlakka mikið til JoyfulHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ALmáttugur hvað mig langar að knús "klekkligadnið" eins og hún Embla þín segir. Til lukku með þetta allt.  Kærleikskveðja til þín kæra vinkona.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

BARA TÓLF  Þið þurfið að láta lítið fara fyrir ykkur. Það verður fjör þegar jólaskrautið kemur upp  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.11.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Klekkligadnið eru krúttlegri með hverjum deginum og hvernig er þetta hægt?! Það er nú þegar búið að taka frá þrjá

Ásdís þakka þér fyrir og bestu kærleikskveðjur til þín

Sigrún, já það verður sko fjör! hahaha

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband