3.10.2008 | 17:05
Hið dásamlega Líf á kafi...
Þegar allt er á kafi í snjó virðist allt svo hreint og fallegt, friðsælt og dásamlegt! Litla stúlkan, hundurinn og ég brosum út að eyrum yfir þessu skemmtilega "dóti" sem hefur lagst yfir allt lífið í dag.
Að vísu brosti ég ekki eins breytt þegar ég þurfti að skafa bílinn í morgun og læðast hægt og varlega út úr litlu götunni okkar. En svo brosti ég aftur þegar ég fór að horfa betur í kringum mig. Ég komst bara í jólastemningu í bílnum á leiðinni inn á Grensás. Við hjónin fórum að ræða um hvað væri hægt að búa til í jólagjafir í ár. Í höfðinu á mér ómaði gamalt jólalag...
Þegar við komum á Grensás mætti okkur þessi yndislega sjón:
Mér fannst þetta svo táknrænt fyrir starfið sem fer fram þarna inni á endurhæfingunni á Grensás. Að sjá fegurðina í hverjum og einum, brosa framan í heiminn, teygja sig upp, bæta, laga, byggja og standa eins og hægt er, þó allt virðist á kafi. Lífið er ekki alltaf auðvelt en við getum reynt að sjá fegurðina, gera eins og við getum og sjá til þess að hver og einn fái að njóta sín eins og hann er.
Allir hafa einhvern fjársjóð að gefa umheiminum. Reynitrén gefa fuglunum fæðu og okkur mannfólkinu augnakonfekt lita og forma.
Saman bjóða fuglarnir og trén uppá hina fegurstu tónleika hljóma og lita.
Þrátt fyrir að allt fari á kaf, þá er fegurðin þarna undir, við þurfum bara aðeins að laga til og bíða, þá sjáum við þetta aftur.
Góða helgi elskurnar og munið að Lífið er dásamlegt
Athugasemdir
Falleg færsla hjá þér og segir svo margt. Það hafa þá fleiri en Þórdís mín farið í jólaskap við snjókomuna, hún nefnilega var alveg viss um það í gær, að nú kæmi jólasveinninn Hafðu góða helgina.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.10.2008 kl. 20:43
Falleg og skemmtileg færsla hjá þér eins og alltaf. Gaman að sjá myndirnar. Hafðu það gott skotta!
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 12:18
Ég hef alltaf heillast af andstæðum í náttúrunni. Fallegt
Bullukolla, 5.10.2008 kl. 23:56
Þú ert meiriháttar, myndirnar dásamlegar og boðskapurinn ekki síðri. Auðvitað berjumst við, það er þó eitthvað sem Íslendingar kunna- að takast á við hamfarir!
Hanna (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.