Afi er kominn heim!

 afi-er-kominn-heim

Nú er hann Lárus kominn heim til familíunnar tví- og ferfættrar og þvílík hamingja. Hér dönsuðu hundar og söng lítið barn og kisur laumuðu sér undir hendina til að fá klapp og lögðust í rúmið í hæfilegri fjarlægð til að fylgjast með. Joyful Við hin sem erum svo "dönnuð" brostum allan hringinn og gerum enn InLove

Hann fær heimahjúkrun með lyf þrisvar á dag næstu vikuna og svo æfingar áfram. Þetta tekur einhverjar vikur en við höfum nægan tíma. Það er ekkert svo áríðandi að ekki getið beðið betri heilsu.  

 Rós-fyrir-rokið

Hér er svo ein af rósunum okkar í garðinum. Hún stóð, brosti sínu fegursta og nýtur dagsins. Ég náði svo nokkrum blómum inn í gær og setti í skálar og litla vasa. Hér ilmar því allt af mildum rósailm mmmmmm..... Joyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þó vel sé hugsað um mann á spítölunum okkar, þá er alltaf svo gott að komast heim í hreiðrið sitt. Hann á eftir að verða umvafinn kærleika ykkar allra, bæði tví og ferfætlinga. Það er ótrúlegt hvað dýrin skynja og þau geta líka hjálpað manni. Hef reynslu af því sjálf.

Enn og aftur, baráttukveðjur til ykkar.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.8.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já Sigrún, það er vel hugsað um mann á spítalanum en manns eigin hreiður er sko allra allra best (og líka eins gott )Þú þekkir þetta allt saman vel, ég veit það elsku Sigrún. Þú ert mikil hetja með fallegt hjartalag

Knús og kveðjur, við sjáumst kannski einhvern daginn

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.8.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Linda litla

Mikið er gott að heyra að Lárus er kominn heim og laus við heilahimnubólguna.

Það þarf enginn að hafa áhyggjur af honum í þínum höndum, þú yndislega Ragga mín.

Gangi ykkur allt vel

Linda litla, 29.8.2008 kl. 13:29

4 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 29.8.2008 kl. 17:18

5 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Gott að heyra góðar fréttir!

Hafið það alltaf sem best!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 30.8.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið er ég glöð að heyra þetta. Gangi ykkur allt í haginn og ég vona að Lárus þinn styrkist með degi hverjum, sendi áfram góða strauma.   rósin er yndisleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 14:18

7 identicon

já, Ragga mín. Hjá fólki eins og mér er Bifröst dásamleg áminning á hið stórkostlega í lífinu. Brúin milli mannheima og goðaheima, Bifröst, er opin núna,- og við njótum.  Og það skiptir engu hverju við trúum, - allir njóta góðs af því að elska heitt, trúa á styrk sinn og þeirra sem þeir elska, halda í vonina og gefast ekki upp. Kannski er það engin tilviljun, en það er mikil og dýrmæt gjöf sem þið hafið fengið. Við samgleðjumst ykkur svo innilega elsku fjölskylda!

Vinkona (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 23:15

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hjartans þakkir elskurnar

Við Lárus tökum þessu eins og öllu öðru og reynum að gera það besta úr stöðunni. Endurhæfing á eftir að taka langan tíma og mun þjálfa hjá okkur þolinmæðina en hvert skref í rétta átt er dýrmætt og við gleðjumst yfir því. Ekkert nema gleði og hamingja.

Heilabólgan er á undanhaldi og lyfin sem hann fékk björguðu lífi hans en við vitum eins og elsku vinkonan mín hér fyrir ofan, að bænirnar frá trúuðu fólki af ýmsum trúarbrögðum höfðu mikið að segja. Og jafnvel úrslitaáhrif á að ekki skyldu hafa orðið neinar skemmdir við þessi alvarlegu veikindi. Kærleikur og trú gefur von og ekkert í heiminum er kraftmeira en einmitt þetta þrennt. 

Knús og kveðjur til ykkar allra og kærar þakkir fyrir falleg orð og góðar bænir

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.9.2008 kl. 10:41

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ragga mín, mér brá dálítið þegar ég kíkti á bloggið þitt núna og sá að hann Lárus hefði veikst svona alvarlega, ég hef ekkert verið að lesa bloggin undanfarið. En mikið er gott að hann er á batavegi.

Guð er sannarlega góður. Nútíma læknavísindi áorka miklu og bænir ekki síður, trúin og kærleikurinn, það er góð blanda. Bestu kveðjur til ykkar allra.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.9.2008 kl. 00:06

10 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ragga mín,ég tek undir með Grétu mér brá þegar ég sá að Lárus hefði veikst svona alvarlega,en það er gott að vita að hann er á batavegi og kominn heim,þar sem hann fær örugglega frábæra umönnun,kærar kveðjur til ykkar allra og sérstaklega til Lárusar.  Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 2.9.2008 kl. 09:53

11 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 15:12

12 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Til lukku með þetta, frábært að heyra og ég er viss um að allt gengur vel.

Kærleikskveðja að norðan.

Júlíus Garðar Júlíusson, 3.9.2008 kl. 13:27

13 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Kærar þakkir fyrir fallegar kveðjur og góðan hug. Það er alltaf styrkur að finna góðar hugsanir og vináttu. Hér er allt í góðum gír, við förum í stuttar gönguferðir í Hellisgerði og fórum meira að segja í fjöruferð í gær! Mjög stutta en samt, veðrið er svo dásamlegt, það vinnur með okkur Svo kemst hann vonandi á Grensás í næstu viku í frekari endurhæfingu

Bestu kveðjur úr Hafnarfirðinum

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.9.2008 kl. 09:25

14 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Gott að allt gengur vel.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 6.9.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband