26.8.2008 | 14:37
Regnboginn Bifröst
Hann birtist okkur regnboginn eins og skilaboð frá Himnaföðurnum að nú færi að birta enn meira til.
Himnafaðirinn stendur í "glugganum"og færir okkur alla þessa fallegu liti og birtu. Vonin, trúin og kærleikurinn vinnur bug á öllum regnveðrum og sólin skín í hjarta og sál.
Lárus er á fínum batavegi. Það gengur allt hægt fyrir sig og þó svo hratt og vel. Ástin mín kemur alveg heill úr þessu "ævintýri". Nú er "bara" uppbygging framundan, Grensás með endurhæfingu, vonandi að við getum flutt aftur heim sem fyrst og svo er það þolinmæðin og þrautseigjan sem gildir. Ásamt góðum slatta af húmor og kærleik
Lífið gefur okkur alla liti og fegurð. Það er okkar að taka við og njóta þess sem okkur er boðið. Við tökum hverjum degi eins og hann kemur og gerum það besta úr honum. Eða eins og við köllum það: "Við tökum bara Pollýönnuna á þetta"
Það er ekki hægt annað en vera eilíflega þakklátur að fá annað tækifæri. Fá manninn minn til baka, það var ekki alltaf augljóst til að byrja með. Og að fá hann Lárus minn alveg heilan, allan eins og hann er, það er Guðsgjöf sem við munum seint fá þakkað að fullu. Hér á bæ er maður "á takkinu" allan daginn.
Bestu kveðjur af "Borgó"
Ragga og Lalli
Athugasemdir
Mikið er gott að heyra þetta. Það er ekki sjálfgefið að allt gangi svona vel. Sem betur fer færðu Lalla þinn allan aftur. Þið eruð heppin að eiga hvort annað, það hjálpar ykkur að komast í gegnum þetta.
Baráttukveðjur frá okkur
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.8.2008 kl. 17:49
Dýrð sé Guði vissulega og baráttuþreki ykkar hjóna
Baldvin Jónsson, 26.8.2008 kl. 19:03
Sigrún, við erum svo lánsöm í þessari baráttu, þessi bati er sko ekki sjálfgefinn eins og þú segir. Við þökkum daginn út og inn að fá annað tækifæri Þakka þér og ykkur hjartanlega fyrir fallegar og góðar kveðjur við biðjum að heilsa til baka.
Baldvin, já Honum sé þökk svo sannarlega enda hefur mikið verið beðið af mörgum. Enda finnum við orkuna og Ljósið sem gefur okkur styrk
Næsta vers er að fá að komast heim...
Bestu kveðjur og knús
Ragga og Lalli
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.8.2008 kl. 15:19
Elsku Ragnhildur mín, það er alveg rétt, ekkert er sjálfgefið í henni veröld, og margt sem getur komið til. Innilega til hamingju með að hafa fengið bóndann þinn heilan heim. Það gefur manni hljóðláta hamingjutilfinnigu að fá slíka gjöf. Fallegar regbogamyndirnar og eiga vel við þessa færstlu.
Hver er sá veggur, víður og hár,
veglega gerður röndum.
Gulur rauður, græn og blár.
gerður af meistarans höndum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 11:48
Elsku Ásthildur, já nú er hann kominn heim eins og regnbogasýnin lofaði og hamingjutilfinningin lifir. Það er þakklæti sem gagntekur líf okkar þessa dagana og gaman að vera til. Guð gaf honum líf áfram, nú er okkar að styrkja og þjálfa sig, vaxa og vera til og njóta þessa lífs sem "kom aftur"
Ragnhildur Jónsdóttir, 29.8.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.