19.8.2008 | 22:23
Ljós og myrkur takast á
Stundum er eins og Lífið sé að athuga hvað við þolum.
Við reynum að finna leið út, er ekki örugglega einhver leið? Hvert er hægt að fara? Er allt bara sandur og auðn? Í leitinni er auðvelt að hlaupa í hringi, allt virðist tapað og einmanalegt...
... en einmitt þá er gott að standa kyrr, hlusta á Lífið, horfa á litlu brosin í auðninni. Þessi litlu bros í sandinum segja meira en þau líta út fyrir. Þau gefa von um að sandurinn breytist í gróðurvin. Það byrjar allt með einu litlu brosi sem gefur af sér fleiri og svo fleiri...
Sumir dagar eru dekkri en aðrir, skýin liggja þung á fjöllunum, það er eins og þau geti þrýst fjöllunum niður. Ský sem eru samansett úr ótal pínulitlum dropum, mynda stór og þung ský. Tröllin og jafnvel hinir stærstu víkingar leggjast undan hinni minnstu veiru.
En þegar allt virðist of dimmt er gott að stoppa og muna...
... og lyfta sér upp í huganum. Horfa vel og sjá að það er birta ofar hinum þungu skýjum. Og fyrir rest mun Ljósið feykja skýjunum frá og skína á okkur sem aldrei fyrr.
Vonin og trúin á Ljósið fyrir ofan og ljósið hið innra, kærleikann og bænina gefur kjark og kraft til að berjast.
Og fyrr en varir hvílum við í örygginu heima.
Elsku bloggvinir, þið sem farið með bænir, hverrar trúar sem þið eruð, má ég biðja ykkur að senda ljós á hann Lárus minn, eiginmann til 25 ára. Hann liggur mikið veikur af heilabólgu á spítala en er á hægum batavegi.
Kærar þakkir og ljós til ykkar.
Athugasemdir
Elsku hjartans Ragga mín. Mikið er erfitt hjá ykkur núna. Ætla svo sannarlega að biðja fyrir Lárusi þínum núna. Er hann búinn að vera veikur lengi ? þetta er svo ótrúlega falleg færsla með fallegum myndum en þú átt samt svo erfitt, hvernig ferðu að. ?? fylgist með þér næstu daga elskan mín GN
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 01:30
Elsku Ragga, verð með hugann hjá þér og bið fyrir honum Lárusi þínum!
Alveg yndisleg færsla hjá þér.
Megi allar góðar vættir vera með þér og þínum!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 20.8.2008 kl. 09:27
Elsku Ragga mín. Mikið er þetta fallega skrifað hjá þér. Ég hugsa til ykkar og þið eruð í mínum bænum. Þú leyfir okkur að fylgjast með ef þú hefur tök á.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.8.2008 kl. 11:56
Þúsund þakkir fyrir hlý orð og góðar bænir elsku Ásdís, Ragnheiður Ása og Sigrún.
Hetjan mín hann Lalli, lá meðvitundarlaus á gjörgæslu í ca sólarhring (frá föstkv. til laugard). Mér fannst stór sigur þegar hann hálf opnaði augun og þekkti mig og gat sagt nafnið mitt. Næstu sigrar, litlu blómin, var þegar hann vissi hvaða ár er. Síðan hafa litlu sigrarnir stækkað, hann er á almennri deild og vaknar lengur í einu á hverjum degi. Hann er greinilega alveg skýr í höfðinu og farinn að grínast og er allur að hressast. Gat sest upp í dag og meira að segja staðið! Þetta kemur allt saman, ég er sannfærð um það. Og veit að bænirnar sem eru sendar til hans víða að úr heiminum og frá ýmsum trúarbrögðum, er allt að hjálpa mjög mikið. Læknarnir eru líka stórkostlegir! og hreinlega björguðu lífi hans og annað starfsfólk hérna á Borgó er alveg dásamlegt.
Bestu knús og kveðjur til ykkar allra og kærar þakkir fyrir mail og símtöl ásamt öðrum kveðjur sem við höfum fengið.
Ragga
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 15:15
Ragga (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:17
Mikið eru þetta gleðilegar fréttir. Ég er alveg viss um að góðar bænir hjálpa, mér hefur gengið svo ótrúlega vel í þrem síðustu aðgerðum og ég er viss um að það er öllum góðu fyrirbænunum að þakka. Held áfram að hafa ykkur í bænum mínum og hjarta. Til hamingju með litlu sigrana, þeir skila árangri greinilega. Kærleikskveðja til ykkar
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 22:20
Brynja skordal, 20.8.2008 kl. 22:30
Kæra vinkona
alltaf hlýjar bloggið þitt manni, - hann Lárus er umkringdur ljósverum eins og þér sjálfri og slíkt er mesti líf- og hamingjugjafi í veröldinni. Gleðin verður ekki mikið dýpri en að endurheimta ástvini sem maður óttast um. Þá fyrst skilur maður hvað ástin er sterkt afl.
ljós og líf umkringi ykkur
Hanna (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:05
Sendi þér ljós og bænir og lítinn engil til að vaka yfir ykkur....
MUNDU: Óttinn er búr sem læsir þig inni. Trúin er lykillinn að frelsinu.
Gangi ykkur sem allra best.
Bergljót Hreinsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:27
Ragga nafna mín , mér þykir leitt að hafa misst af sýningunni þinni. Við Lalli höfðum planað að sjá hana saman í síðustu viku en.... sjáum næst þegar þú sýnir.
Þakka þér fyrir Ásdís mín kær. Kærleiks- og ljós kveðjur til þín í þinni baráttu. Það eru litlu sigrarnir sem gefa von og maður heldur áfram og vinnur stærri sigra næst Hafðu það sem allra best.
Brynja
Hanna mín yndislegust, þakka þér fyrir allt. Vinátta þín er engu lík, knús og þúsund þakkir Ljós til ykkar beggja á ykkar fallega tíma í lífinu.
Bergljót, þakka þér fyrir engilinn ljósið og bænirnar. Óttinn finnst ekki, ljósið, kærleikurinn og trúin hefur völdin.
Lalli las pistilinn og kommentin ykkar. Hann er djúpt snortinn og þakkar ykkur innilega fyrir ykkar fallegu hugsanir og hlýju. Hann er á sínum góða batavegi, þetta mun samt allt taka tíma með enduhæfingu og þjálfun. En allt er í rétta átt og góðum gír
Knús til ykkar allra Ljós og kærleikur til ykkar
Ragnhildur Jónsdóttir, 21.8.2008 kl. 10:35
Mínar bestu óskir og hlýjustu bænir til ykkar yndislegu hjón...góðir hlutir gerast hægt ég er vissum að áður en fyrsti snjórinn fellur verðið þið tvö farin að fara í góðar göngur saman. Ragnhildur mín viltu senda mér mailið þitt á kbaldursdottir@gmail.com.
Kærleikskveðja
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 10:48
Mikið er gott að allt er á leiðinni í rétta átt. Hugurinn skiptir líka svo miklu máli. Það er svo auðvelt að detta ofan í þungar hugsanir, án þess að maður ráði nokkuð við það. Það er gott að þú getur haft trúna og kærleikann við völd, það hjálpar heilmikið.
Mínar bestu óskir um góðan bata. Sendi ykkur hlýjar hugsanir og bænir.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.8.2008 kl. 12:40
Elsku Katrín, þakka þér fyrir hvað þetta var fallegt. Göngutúr um Hellisgerði í snjókomu hljómar sem hið fegursta fyrirheit. mailið mitt er ragjo@internet.is ég er á spítalanum með Lárus (flutti bara inn sko ;-) og get verið á netinu og fengið póst en get ekki sent út mail. Tölvusnillingurinn minn liggur hérna við hliðina á mér, ekki alveg í stuði til að redda því strax
Sigrún mín, þakka þér fyrir yndisleg orð. Manstu þegar þú komst um daginn að sækja myndina þína, þá var Lárus lasinn inni í herbergi en við vissum ekkert þá hversu alvarlegt það var
En allt er á góðri leið. Kærleikskveðjur og ljós
Ragnhildur Jónsdóttir, 21.8.2008 kl. 13:07
Iss, það eina sem Lalli þarf er eitthvert gott málefni til að berjast fyrir, hann er augljóslega bara að takast á við mikið eirðarleysi og deifð ;)
En svona án gríns, frábært að heyra af gaurnum á batavegi. Hristir þetta af sér með mætti sér æðri án nokkurs vafa. Bless you guys....
Baldvin Jónsson, 22.8.2008 kl. 23:28
kæru vinir ég ásamt öllum mínum höfum fylgst með ykkur þetta hefst allt hjá lalla þínum ;)) og þér líka með 1 degi í einu kveðja til ykkar beggja
kveðja solla kústó
solla kústó ;) (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 11:25
Heg ykkur í mínum bænum, en bænirnar hafa hjálpað mér að takast á við undanfarin erfiði og mér líður í dag miklu betur en fyrir bara 2 mánuðum síðan, þegar allt var á niðurleið. Nú er ég aftur farin að sjá fegurðina í kringum mig og lifi fyrir einn dag í einu.
Gott að allt er á réttri leið hjá ykkur.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 23.8.2008 kl. 11:27
Ég sendi mínar bestu bataóskir til Lárusar og þakkir til þín fyrir fallegu færsluna þína.
Svava frá Strandbergi , 24.8.2008 kl. 01:01
Baldvin nú er Lalli að berjast fyrir því góða málefni að koma eiginmanninum mínum og föður barnanna minna á lappir
Solla kústó, þakka þér fyrir og góða kveðjur til þín
Matthilda, þakka þér kærlega fyrir. Já, bænirnar hafa svo sannarlega mikið að segja, það er alveg á hreinu. Læknarnir, lyfin og bænirnar vinna best saman Gott að þú sérð fegurðina Matthilda, hún er svo sannarlega allt í kringum okkur.
Guðný Svava, þakka þér kærlega fyrir
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.8.2008 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.