Kisuhundaknús

Nú er kominn tími á smá kisuhundaknúsumyndir Smile er það ekki?

Það var aldrei meiningin hjá mér að halda þessum kettlingi eftir úr síðasta goti en ómæGod, hann Magni litli Víkingakisi sá til þess að enginn á heimilinu gat látið hann frá sér. (og hvað munar svosem um einn í viðbót....?)Wink

Þau eru óaðskiljanleg Magni og Dúfa, næstum jafngömul, verða eins árs í haust.

Dúfa-og-Magni-lúlla saman

Þau hasast og gamnislást þannig að í fyrstu hélt maður í sér andanum af hræðslu yfir að einhver meiddi sig, stöðugt að "úa og æ passaðu þig...." en þau hafa kennt hvort öðru hvað má og hvað má ekki.

gamnislagur

Ég vildi að ég gæti sett hljóð með, hann malar ekkert smá hátt þessi litli kisi!

 Dúfa-mín-og-Magni-víkingaki

Oh, þau eru bara krúttust Joyful finnst ykkur það ekki?

Og svo er hér ein mynd af okkur "mæðgum" algjörlega hamingjusamar í okkar rétta umhverfi, umvafðar vinum okkar í hlíðinni fögru.

hamingjusamar-mæðgur

Góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr hvar sem þið verðið þessa fallegu gleðihelgi sem framundan er. Joyful 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Almáttugur hvað þau eru yndisleg.  Takk fyrir og góða helgi kæra vinkona.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 12:35

2 Smámynd: gudni.is

Mikið er gaman að sjá hvað þau eru yndisleg. Ég er ekkert smá hrifinn af honum Magna og hef verið það alveg síðan ég sá fyrst myndir af honum hérna hjá þér. Hann er greinilega mjög skemmtilegur köttur og auðvitað ofboðslega fallegur. Ég væri til í að skoða að taka að mér kött eins og Magna ef þú veist um einhverja góða ættingja hans eða annað sem vantar gott heimili.

Hann Sæcó minn dó í febrúar sl og ég sakna hans svo mikið. Hann var alveg yndislega mikill gaur og persónuleiki (http://www.gudni-is.blog.is/blog/gudni-is/entry/439883/ og http://www.gudni-is.blog.is/blog/gudni-is/entry/434804/).
Svo eignaðist ég annan kött í mars - Pútín (http://www.gudni-is.blog.is/blog/gudni-is/entry/463721/). Sá gæti vel þegið félaga inn á heimilið.

Kisukveðja,
Guðni

gudni.is, 8.8.2008 kl. 13:40

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku Ásdís, já þau snerta hjartað í manni þessi krútt. Góða helgi vinkona og hafðu það gott. 

Sæll Guðni, já þau eru sko yndisleg og eitthvað svo dásamlegt að sjá þau leika og knúsast saman. Það er svo sárt að missa dýrin sín, gamla tíkin mín dó í vor, ég hugsa til hennar með söknuði daglega. Ef hann Pútín þinn og þig vantar félaga þá getur vel verið að ég geti hjálpað til. Vala, móðursystir Magna er nefnilega farin að þykkna ansi mikið um sig miðja, eftir "hlýlegar" heimsóknir einhverja gæja úr hverfinu.... (say no more, sko...) viltu ekki fylgjast með og sjá hvort þeir voru að færa henni svona mikinn mat eða eitthvað annað ....    nú ætla ég að kíkja á kisufærslurnar þínar, bestu kveðjur og góða helgi

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.8.2008 kl. 13:59

4 Smámynd: gudni.is

Já takk fyrir það Ragnhildur. Við Pútín fylgjumst með hvað gerist..

Góða helgi

gudni.is, 8.8.2008 kl. 14:30

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Algjör krútt saman. Rétt hjá Magna að vera ekkert að láta senda sig að heiman  Hann er ekkert smá æðislegur kisi, skil vel að hann hafi brætt hjörtu ykkar.

Við stelpurnar þ.e. ég og litlu skvísurnar, erum að stefna að heimsókn í næstu viku, sennilega miðvikudag, ef það hentar?

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:08

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

P.s. ég get fullyrt það, að ef Guðni fær kisu frá þessari "feitu" frænku hans Magna, þá verður það algjör dekurrófa

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:11

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ótrúlega krúttaðar myndir....

Gaman þegar dýrin njóta þess að hafa félagsskap hvert að öðru...þá er auðveldara að skilja þau eftir þegar maður fer í vinnu og svoleiðis....vitandi að þau eru eki ein

Bergljót Hreinsdóttir, 9.8.2008 kl. 11:36

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Guðni, við sjáum hvert þessi fita leiðir  

Já Sigrún, hann Magni litli vildi ekkert fara og ég gat bara ekki látið hann. Nú þarf ég að fylgjast extra vel með Völu Magnfrænku og sjá af hvaða ástæðum hún er að fitna ég myndi gjarnan vilja senda eitt krútt til Guðna bróður þíns
Miðvikudagur hljómar mjög vel hlakka til að sjá ykkur. 

Bergljót, já þau eru svo góðir vinir, það er aldrei neinn EINN heima, á þessu heimili

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 23:20

9 Smámynd: gudni.is

Bestu þakkir fyrir þetta Ragnhildur. Hún Sigrún systir mín veit manna best hvað kisurnar mínar hafa verið ofdekraðar. Hann Sæcó minn heitinn (sem var bróðir Simba þrífóts hennar Sigrúnar) er besti og yndislegasti lífsförunautur sem ég hef átt í mínu lífi. Ég eignaðist hann sem tveggja mánaða gamlan kettling og við bjuggum saman í tæplega sex yndisleg ár. Hann var alveg frábær félagi og mikill persónuleiki. Við vorum svo nátengdir í einu og öllu. Sæcó var líka svo sérstakur með það að hann gat "talað" við mann. Hann gat gefið frá sér mjög skrýtin og undarleg hljóð (svona hálfgerð krúnk). Ég vissi alltaf hvað hann var að segja þegar hann kom til mín og krúnkaði á ákveðin hátt. Þá þýddi það t.d. "hleyptu mér út um framdyrnar", "vatnið mitt er búið", "kattalúgan er læst" eða "ég vill fá meiri harðfisk"....! Hans skarð verður seint fyllt.

Við skoðum málin þegar í ljós kemur hverjar orsakir fitnunar Völu eru...

Kisuknúskveðja, Guðni

gudni.is, 10.8.2008 kl. 18:15

10 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Yndislegar myndir af dýrunum, hver segir svo að kettir og hundar geti ekki verið vinir? Þegar ég var smástelpa, áttum við kisu og hund sem voru betu vinir, ég man reyndar ekki mikið eftir þeim, enda bara 3 ára, en ein minningin er að þau voru að leika sér og kisi (Mjaldur) stökk upp á bakið á hægindastól. Blessuð dýrin gefa okkur svo miklu meira en við getum nokkurn tímann gefið til baka.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 10.8.2008 kl. 23:44

11 Smámynd: Linda litla

Þvílíku krúttin...

Linda litla, 11.8.2008 kl. 00:07

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Yndislegar myndir.

Svava frá Strandbergi , 11.8.2008 kl. 07:42

13 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Yndislegar myndirnar þínar eins og alltaf.

Hafðu það gott, mín kæra.

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 12.8.2008 kl. 09:26

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þau eru algjört æði þessi tvö.  Og flott síðasta myndin af ykkur.  Takk Ragnhildur mín fyrir að lofa okkur að njóta þeirra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2008 kl. 12:02

15 Smámynd: Fiðrildi

mmmm hvað þau eru sæt   Kötturinn minn kyssir hundinn á hverjum morgni.  Það gætu eflaust margir lært af samskiptum dýranna við hvert annað.

Fiðrildi, 12.8.2008 kl. 20:59

16 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Guðni, einmitt þessir yndislegu litlu vinir manns með stóra karaktera. Kannast vel við þetta: "ég vil fá meiri harðfisk...!" haha

Já Linda þetta eru krútt

Takk Guðný

Þakka þér Ragnheiður, hafðu það gott í ritgerðarsmíðinni

Takk kærlega Ásthildur

Arna, svona samskipti á milli dýrategunda eru eitthvað svo hjartnæm. Svona "öll dýrin í skóginum eru vinir -" tilfinning

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:07

17 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir þessar myndir. Þær komu mér til að brosa og gleðjast.

Svava frá Strandbergi , 17.8.2008 kl. 17:45

18 Smámynd: gudni.is

Þau eru alveg ólýsanlega yndisleg saman þau Dúfa og Magni. Ég bráðna alveg í spað í hvert sinn sem ég skoða þessar myndir. Hann Magni er alveg búinn að heilla mig til tunglsins þó ég hafi aldrei hitt hann nema hérna á blogginu þínu!

Kisuknúskveðja,, GUðni

gudni.is, 17.8.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband