Sýningin mín í Eyrarkoti Kjós

Þvílíkur sæludagur í Kjósinni í gær. Veðurguðirnir og náttúruvættir staðarins brostu sínu fegursta og englar Guðs dönsuðu með okkur í fegurð Hvalfjarðar. Þessi annars friðsæla og rólega sveit var full af lífi, fullt af fólki allstaðar enda margt um að vera í tilefni "Kátt í Kjós" 

Verur-himins-1500

Himnaverur að leik nóttina fyrir sýninguna. Fallegur fyrirboði. Eru þetta Jesúbarnið og gamli Óðinn að dansa saman yfir Kristnum og Heiðnum Kjósverjum og gestum þeirra?

RagJó-við-myndirnar-600

 „Verur Lífsins finnast á mörgum sviðum. Allt frá hinum minnsta blómálfi til dverga, álfa, huldufólks, mannvera og til hinna stóru trölla og stórkostlegu fjallatíva. Hver og einn hefur sitt hlutverk í Lífinu. Við lifum öll í hinum sama heimi hvort sem við erum mannverur, dýr, plöntur eða náttúruverur. Til að hægt sé að gera lífið betra hér á Jörðinni okkar, þá þurfum við öll að vinna saman. Mannveran hefur þar stóru hlutverki að gegna, við höfum tekið okkur vald yfir öðrum lífverum, því valdi fylgir ábyrgð. Við þurfum að tengjast vinaböndum á milli sviða og milli tegunda, aðeins þannig getur Móðir Jörð og Líf hennar þrifist vel með okkur innanborðs".

 

Gestir-að-skoða-3-600

Gestir að skoða og lesa. Hverri mynd fylgir örsaga eða "pæling".

Holtasóley--600

 "Holtasóley - Litla bjarta þjóðarblómið sem vex um allt land, á melum og urðum og hátt upp í hlíðar fjallanna. Eins og fögur bros náttúrunnar til þeirra sem leið eiga um. Náttúran brosir til okkar, sjáum við það ekki örugglega?"

 RagJó-og-Jóhanna-1000

Við Jóhanna fyrir utan sýningarsalinn með hinn fallega Hvalfjörð í baksýn. Jóhanna Harðardóttir hélt frábært erindi í salnum um heiðni, landnámið í Kjósinni og nálægum sveitum og ítrekaði hin jákvæðu samskipti heiðinna og kristinna manna í héraðinu á landnámstíma. Er það ekki þannig sem lífið á að vera? Hver og einn biður til síns Guðs eins og honum hentar best. Skiptir í alvöru máli hvað við köllum guðinn eða hvernig við biðjum?

 RagJó-og-Begga-1000

RagJó og Bergþóra á sýningunni í Eyrarkoti í Kjósinni. Bergþóra á og rekur ferðaþjónustu í Eyrarkoti. Yndislegt og fallegt hús með gistingu og svo þetta gamla fjós og hlaða sem hún hefur breytt í fallegan sýningarsal og kaffiaðstöðu.

Þakka þér fyrir Bergþóra, þú ert algjör engill. Þér tókst að fá mig til að halda mína fyrstu einkasýningu, þú veist ekki hverju þú hefur komið af stað ..... Joyful Þessi dagur var sá yndislegasti sem ég hef upplifað lengi. Takk Begga
og takk Lalli minn fyrir alla hjálpina Joyful

 Þakka ykkur fyrir öllsömul sem komuð við í Eyrkarkotinu í gær InLove

Þar á meðal voru tvær bloggvinkonur mínar með sínar fjölskyldur: Ingunn J. Gísla og fjölskylda og Sigrún Þorbjörns og Steini og prinsessurnar þeirra. Takk kærlega fyrir komuna Smile

ath. fleiri myndir í myndaalbúmi  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið hefur þetta verið yndislegur dagur hjá þér.  Yndislega fallegar myndir úr Hvalfirði, til hamingju með sýninguna þína og vonandi verða fleiri fljótlega svo að ég og fleiri getum notið.  Kærleikskveðja Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Ásdís. Já, þetta var sannarlega yndislegur dagur! Veistu ég er bara hreinlega farin að pæla í næstu sýningu.... en það tekur mig svo langan tíma að gera myndirnar að það verður ekki alveg á næstunni

Knús og kveðjur til þín elsku Ásdís 

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ég held að á sýningum megi alveg vera myndir sem þú hefur sýnt áður í bland við nýjar........      Held að það sé alveg hægt að skoða myndirnar þínar aftur og aftur ( alla vega þær sem ég hef séð myndir af)

Innilegar hamingjuóskir með 1. einkasýninguna, vona að þær eigi eftir að vera margar í viðbót!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 21.7.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Kærar þakkir fyrir okkur. Sýningin þín var alveg frábær og ég heillaðist mjög af verkum þínum  Ég gleymdi mér alveg á sýningunni, hefði viljað spyrja þig um verð á einni myndinni og hvort hún væri til sölu; "Fjöll hins innra lífs". Þú mátt gjarnan senda mér póst á nudd@vortex.is

Ég mun örugglega mæta á næstu sýningu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.7.2008 kl. 16:49

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir elsku Ragnheiður Ása.

Þakka þér kærlega fyrir komuna á sýninguna Sigrún mín. Mikið var gaman að sjá ykkur alla fjölskylduna. Og hvað heimurinn er lítill, það eru alltaf tengingar

Ég er búin að senda þér mail með verðið. 

knús og sól í rigningunni

Ragnhildur Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 10:31

6 Smámynd: Brynja skordal

þetta hefur verið yndislegt til lukku með frábæra sýningu því miður komst ég ekki þar sem ég var á Laugarvatni þessa helgi en hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 22.7.2008 kl. 14:47

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Brynja, þetta var yndislegur dagur. Allt lukkaðist vel, meira að segja veðrið sem var alveg dásamlegt!

Bestu kveðjur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.7.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband