Vetur verður vor verður sumar...

Ég get ekki sagt að ég kveðji þennan vetur með söknuði. Nei, hann hefur verið erfiður á ýmsa vegu en þess betra að taka við vorinu og já.... á morgun heitir það Sumar, hvað sem veðurguðunum finnst um það.  

Blá-vetrarbirta

Veturinn á líka sínar fallegu hliðar, því verður aldrei neitað. Þessi einstaka bláa birta og hljóða kyrrð sem fylgir snjóþöktum trjánum.  

Hátt flug nær 500

Það komu þó þeir tímar þennan veturinn, þegar gott var að geta lyft sér yfir dagsins argaþras. Horfa yfir og sjá Lífið í heild sinni. Allt hefur sinn tilgang og ekkert er yfir það hafið eða það lítilvægt að ekki sé hægt að læra af því, ... ef við viljum taka á móti.

Og svo, birtir og vorið er komið. Þá fara litlir og magnaðir kisustrákar af stað að rannsaka heiminn.  

vorleikur

Það er margt að sjá og skoða á vorin, það finnst Magna Víkingakisa en það er gott að hafa Völu móðursystur með sér, svona til halds og trausts.   Við sáum að sumar plöntur er fyrr "á fætur" en aðrar, á vorin.

Vorleikur-rannsóknarleiðang

Og það er hægt að fara með Alexi ömmu alla leið inn í næsta garð að rannsaka! Þar er grasið grænt, ég komst að því...

Brum-á-runnanum

... og runninn farinn að bruma. Já, já, allt á réttri leið.

Engill-á-borðstofugólfinu

Uppáhaldsfrændinn flutti aftur heim. Hann Engill er engum líkur, er þetta gamall galdrakarl sem kíkir út um augun hans? 

Hann Magni litli er ánægður að fá Engil heim aftur. Þeir leika saman alla daga, borða saman og kúra stundum saman. 

Horfumst-við-í-augu...

En það eru ekki allir jafnánægðir með endurkomu Engils. Sumum finnst að það þurfi að vinna sér inn vináttu og jafnvel með fyrirhöfn, eins og til dæmis harðvítugri störukeppni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Já sem betur fer líkur þessum vetri á miðnætti hehehe vonandi verður sumardagurinn fyrsti fallegur og bjartur.

Eigðu góðan dag Ragga mín.

Linda litla, 23.4.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir að vanda, ekki sé ég eftir vetri frekar en þú og ég óskar þér gleðilegst sumars og takk fyrir góð og innileg kynni í vetur Sunny

Ásdís Sigurðardóttir, 23.4.2008 kl. 19:34

3 identicon

kvitt, gleðilegt sumar!

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Linda og Ásdís, já það verður fínt að klára þennan vetur. Svo höfum við bara æðislegt sumar!

Bobbi, Ásdís og Linda: Gleðilegt sumar!

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: gudni.is

Sæl vertu Ragnhildur.

Takk fyrir kveðjuna á síðunni minni um daginn og takk fyrir að þiggja bloggvináttuna.

Það var systir mín ( http://hneta.blog.is ) sem benti mér á síðuna þína. Hún er nýbyrjuð að blogga sjálf og hún sagði mér að þú værir með æðislega upplífgandi og skemmtilega bloggsíðu og fjallaðir mikið um dýrin.
Þessi lýsing hennar passar mjög vel finnst mér. Þetta er alveg frábær síða hjá þér og kisurnar þínar og hin dýrin eru algjör krútt!!

Þó ég sé eins og þú sagðir algjör Formúlu og tækjafrík þá er ég ekki síður mikill dýraáhugamaður.

Kær kveðja að sinni // Guðni

gudni.is, 24.4.2008 kl. 15:36

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæll Guðni, þakka þér fyrir falleg orð, ég bið fyrir kveðju til systur þinnar að tala svona fallega um bloggið mitt  

Sjáumst á blogginu

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 11:04

7 Smámynd: gudni.is

Ég skila kveðju til systir minnar og hlakka til að fylgjast með þér áfram hérna

gudni.is, 26.4.2008 kl. 01:55

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sæl Ragnhildur

Ég fékk kveðjuna frá þér frá litla bróður (Guðna) og held það sé bara tímabært að ég kvitti líka fyrir mig hérna hjá þér  Takk fyrir yndisleg skrif og skemmtilegar myndir. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.4.2008 kl. 23:26

9 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér kærlega fyrir falleg orð Sigrún. Manni hlýnar í kuldakastinu

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband