Snöggir og öruggir

Ég má til með að hrósa viðbragðsflýti lögreglu, reykkafara, slökkviliðs og sjúkrabíla. Ég bý þarna rétt hjá og fylgdist með hversu frábærlega fljótir og öruggir allir voru í að ganga í málið og klára það. Ég held það hafi varla tekið nema 15 mínútur frá því var hringt í 112 (konan sem hringdi sagði að löggan hefði verið mætt innan við mínútu seinna!) og þar til búið var að ganga úr skugga um að enginn var inni og búið að slökkva eldinn. Fumlaust og öruggt.  

Frábært hjá ykkur!! Wizard


mbl.is Eldur í húsi í Skúlaskeiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna vinna hugur og hönd hratt saman.

gunna (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Nákvæmlega, það var greinilega mikið og gott skipulag þarna á ferðinni.

Ragnhildur Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 22:26

3 identicon

Já svo þetta voru lætin sem ég heyrði, ég var svo afskaplega upptekin í verkefni að ég mátti lítið vera að að spá í þetta og hef ekki einu sinni kíkt á fréttirnar.

Frábært, snöggir og öruggir er rétt! 

Ragga (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Klárir kallar á ferð.  Gott þegar vel gengur.  Kveðja til þín elsku Ragga Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Linda litla

Já það er gott að viðbrögðin eru góð þegar svona kemur upp á.

Hafðu það gott Ragga mín.

Linda litla, 23.4.2008 kl. 04:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband