15.4.2008 | 00:59
Krútt systkin
Smá krúttsaga fyrir svefninn. Eins hjá öllum góðum "systkinum" er það stóra systir sem stjórnar... Dúfa er engin undantekning þegar kemur að Magna litla bróður.
Dúfa og Magni sátu saman að horfa á sjónvarpið.
"Svona, svona" sagði Dúfa stórasystir "og þvo sér á bakvið eyrun". "Æji, ég get alveg gert´etta sjálfur".
"Svona og undir handarkrikana" , "Oooohhh ég er alveg hreinn" tuðar Magni.
"Ok, nú er ég orðinn hreinn", segir Magni "... annars er þetta nú bara notó"
"Og svo góða nótt krúttið mitt" "Góða nótt stóra systir ... knúsí knús og sofðu vel"
"Ah hvað maður er hreinn og fínn núna, og alveg tilbúinn að fara að sofa"
"Hann Magni litli er sko heppin að eiga svona duglega stóru systur"
Góða nótt og dreymi ykkur fallega
Athugasemdir
Þau eru falleg systkinin. Það verður ekki af þeim tekið. Dúfa er einstaklega andlitsfríð. Það er Íslendingur í henni, er það ekki? Kannski alíslensk?
Takk kærlega fyrir komment mín megin. Gladdi mig mikið.
Jóna Á. Gísladóttir, 15.4.2008 kl. 01:06
Jóna þakka þér kærlega. Jú hún Dúfa er alíslenskur snobbhundur með ættartölu og alles
Og takk, þú gladdir mig líka með þínu kommenti
Ragnhildur Jónsdóttir, 15.4.2008 kl. 01:12
Yndislegar myndir af yndislegum systkinum
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 15.4.2008 kl. 01:47
Æ hvað þau eru sæt saman, og yndislega skemmtileg sagan með myndunum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 10:06
Mmmmm . . hvað þau eru sæt
Fiðrildi, 15.4.2008 kl. 10:36
Krúttin, þú ert alltaf með svo skemmtilegar dýramyndir.
Eigðu góðan dag Ragga mín.
Linda litla, 15.4.2008 kl. 13:35
Yndisleg myndasaga, er hægt að aðskilja þau?? þau eru algjör krútt. Eigðu ljúfan dag elsku Ragga
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 11:26
Takk allar saman, já þau eru svo sannarlega yndisleg saman og sitt í hvoru lagi. Það er spurning Ásdís...
Ragnhildur Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 13:02
Fallegar myndir Ragnhildur. Ég vona að þú lítir við á opnun myndlistarsýningar minnar í Bistro & Bar, Geysishúsinu Aðalstræti 2, næstkomandi sunnudag kl. 15.30 til 17.
Kveðja
Guðný Svava
Svava frá Strandbergi , 19.4.2008 kl. 00:50
Þakka þér kærlega Guðný Svava, ég ætla svo sannarlega að reyna að koma.
Ragnhildur Jónsdóttir, 19.4.2008 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.