20.3.2008 | 11:45
Knús, kisur og fleiri krútt
Sæl og blessuð elsku bloggvinir mínir. Ég vona að þið fyrirgefið mér bloggletina. Það er bara svo margt að gerast í heilabúinu þessa dagana að ég á bara ekki nokkur auka-bæt eftir til að nota í bloggskrif eða lestur Hvað það er sem er að gerjast í mér.... það segi ég ykkur þegar rétti tíminn er kominn ... mjög spennó ...
Ég var að lesa frétt um tígris-ljónsunga á mbl. Ohhh ég fékk svona netta nostalgíutilfinningu Við vorum einu sinni með tvo ljónsunga hérna á heimilinu í nokkra mánuði, algjör dásemdardýr. Svona rétt eins og stórir hundar, sem við fórum með í göngur og svona. Algjört æði!! Í dag er ég með "lítil ljón" kisur, svona mini ljón Þar af einn kettling sem ég ætlaði að vera löngu búin að gefa. Fyrst var það nú þannig að enginn sem kom vildi hann af því hann bara var ekki nógu kelinn. Svo ég tók Magna litla Víking í knúsumeðferð og nú bara stoppar hann ekki knúsið!
Bestu vinirnir; Magni og Dúfa. Dúfa er á unglingastiginu og þarf að læra á stöðugt stækkandi skrokk og krafta, Magni Víkingakisi heldur henni við efnið
Svo gefur hann Albusi stóra "bróður" nettan koss á trýnið á leiðinni framhjá. Þeir geta þvílíkt leikið sér saman um allt hús.
Og fær knús og klapp og: "Ææææiii gúttið!" frá aðalprinsessunni. Fær meira að segja stundum snudduna, jafnvel viljandi en oftast þarf hann að stela henni...
Það er soldið erfitt fyrir mig að taka mynd af honum þar sem ég er sjálf að knúsa hann, skiljið þið af því ég þarf tvær hendur í hvorttveggja sko. En hér er hann við kaffibollann minn.
Hann er BARA flottastur! og svo eftir allt knúsið og hasarinn er gott að fara til mömmu sín..
"Mamma má ég koma og kúra?"
"Já, Auðvitað!" og besti staðurinn er gamla dúkkuvaggan mín.
Og svona í lokin, aðalprinsessurnar mínar tvær, rétt áður en þær lögðu í hann til Florida með pabbanum og tengdó.
Með "Litlu fjölskylduna" í burtu yfir Páskana, áttar maður sig á hvað maður er nú dekraður af Lífinu að hafa þessar elskur alltaf hérna á heimilinu. Við "Stóra fjölskyldan" (amman, afinn og stóri frændi sem er að verða 18) erum "Bara" þrjú á heimilinu yfir páskana .... plús hundar og kisur, búálfar og slíkt sem telst aldrei með sko ...
Hafið það dásamlega gott yfir hátíðarnar elskurnar og munið hvað knúsið og notalegheitin eru dýrmæt.
Athugasemdir
Yndislegt ríkidæmi eins og hjá mér. Ætlarðu að halda litla kisanum?? mig langar svo rosalega í hann en er enn að melda húsbandið í aðra kisu. Knús í fjörðinn elskuleg
Ásdís Sigurðardóttir, 20.3.2008 kl. 14:32
Já við erum lánsamar Ásdís með allt slektið í kringum okkur
Það var nú aldrei meiningin að halda þessum kisa, hann bara óvart stalst í hjartað á mér Ég er meira að segja búin að neita einni um hann en ég myndi gefa þennan kisa til þín Ásdís, af því ég veit þú myndir hugsa svo vel um hann. Og hann fær þá félagsskap af hinni kisunni þinni líka. Hafðu samband og kíkið við hjá okkur, hjónakornin, ef þið farið í bæjarferð. Bara svona að sjá hvort hjörtun snertast
Gleðilega páska
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.3.2008 kl. 16:00
Þú ert svo dugleg að setja inn skemmtilegar myndir af dýrunum þínum.Ég er algjör dýrakelling, elska að skoða svona skemmtilegar myndir.
Linda litla, 21.3.2008 kl. 21:59
Myndirnar þínar af fjölskyldumeðlimunum eru yndislegar Eigðu yndislegan dagkær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 22.3.2008 kl. 13:55
Sæl,Ragnhildur.
Gleðilega páska!! fráJapan
Toshiki Toma, 23.3.2008 kl. 09:12
Elsku Ragga! Alltaf jafn notalegt að koma á bloggið þitt. Alveg yndislegar þessar myndir af dýrunum og þú segir svo skemmtilega frá. Eigðu góðan páskadag vina.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 11:09
Takk öllsömul fyrir innlitið og notalegar kveðjur
Hann kisi litli hjartasnertir situr og fylgist með hverju orði sem ég skrifa. Ég held hann hafi áhyggjur af því sem ég set hérna inn, um hann hann ætti nú bara að geta skilið montið í mér
Gleðilega hátíð elskurnar, hvar á landi sem þið eruð, meira að segja í Japan!
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.3.2008 kl. 13:10
Gleðilega páska, Ragnhildur!
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.3.2008 kl. 13:18
Elsku Ragga og fjölskylda, Gleðilega Páska, kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 23.3.2008 kl. 13:24
Takk Ragga mín fyrir hlýjar kveðjur.Myndirnar þínar eru yndislegar.Kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 24.3.2008 kl. 00:42
Yndislega myndir hér Ragnhildur mín. Vá ljónsunga ekkert minna en það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 15:35
Yndislegar myndirnar þínar, eins og alltaf!
Vona að þú hafir haft það gott um páskana.
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 24.3.2008 kl. 15:46
Yndislegar kisurnar þínar og voffinn líka
Ég og voffalingurinn minn erum sko búin að kúra okkur
mikið yfir páskana, og borða og borða og borða.
Kær kveðja til þín og krúttanna.
hofy (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 01:13
heheh þú segir frá þessu með ljónsungana eins og ekkert sé sjálfsagðara en að hafa ljónsunga á heimili sínu....og það á Íslandi !!! Ef ég væri hér ókunnugur lesandi, héldi ég að..... nei segi ekki meir ....gaman að þessu! Sjáumst hið fyrsta...
kv.frænks
Guðrún frænks (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:33
Alveg yndislegar myndir. Hjartasnertirinn er ótrulega flottur og tignarlegur kisi. Og aðalprinsessurnar eru náttúrlega laaangflottastar.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.3.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.