Fegurð Lífsins

Það þarf ekki að fara langt til að finna fiðring í hjartanu yfir fegurð náttúrunnar og Lífsins. Það þarf einungis að opna augun og opna hjartað. Þessar myndir voru teknar út um stofugluggann í gær eins og oft áður.

Gæsir oddaflug nær 3 1500

Hópur gæsa flýgur inn á sjónarsviðið. Hvert eru þær að fara? Hvernig er þeirra sjónarhorn? Ég loka augunum og hugurinn lyftir mér upp og ég flýg með þeim yfir Hellisgerði og miðbæ Hafnarfjarðar, gömlu fallegu húsin og garðana í gamla bænum, við tökum sveig yfir Hamarinn og stefnum á lækinn. Þar sitja fleiri gæsir, endur og nokkrir svanir. Eftir nokkra stund í góðum félagsskap, kveð ég og flýg aftur heim með fallega minningu í hjartanu. 

Bleik ævintýr 600

Bleik himnafegurð sem gefur sálinni frið og fögur fyrirheit.

Innra með mér er sterk tilfinning; þakklæti til Lífsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Yndislegar myndir sem sannarlega lyfta manni á flug!

Takk

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 2.3.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir ekki spurning.  Eigum við ekki að stefna að því að hittast með stelpunum eftir páska.??  Kær kveðja í fjörðinn.  Girls Rule

Ásdís Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessar fallegu myndir Ragnhildur mín. Það er gott að geta látið hugann reika.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir þessar fallegu myndir, náttúran býður okkur svo sannarlega upp á veisluborð ef við höfum augun opin, eins og þú.

Bestu kveðjur

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.3.2008 kl. 17:04

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sælar Ragnheiður Ása, Ásdís, Ásthildur og Greta Björg og takk fyrir góðar kveðjur allar saman.

Jú nú förum við að hittast Ásdís, endilega eftir páska, þá verður kannski vel fært yfir heiðina.

Ásthildur og Ragnheiður Ása, er bara allt á kafi í snjó á vestfjörðunum ykkar? Jafngott að hafa húmorinn og matarbirgðir í lagi  Okkur höfuðborgarbúum finnst mikið af snjó hér en ég veit hann er ekkert í samanburði við hjá ykkur. En fallegur er hann svona þegar hann er "til friðs".

Bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.3.2008 kl. 17:13

6 Smámynd: Linda litla

Flottar myndir hjá þér Ragga.

Þú spyrð "hvert gæsirnar séu að fara" ? Þær voru að koma í kaffi til mín og báðu að heilsa hehe

Linda litla, 3.3.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband