Sólskin og fegurð í snjókomunni

Dásamlegt veður! oh ég elska svona veður, sérstaklega þegar ég þarf ekkert að fara út að keyra Wink 

Ég tók nokkrar sólarmyndir áðan, fegurðin í og yfir Hellisgerði hafði áhrif á sálina, eins og ávalt. Þó að snjói og teppist færð, þá er gott að vita að ljósið á himnum fylgist með okkur. Halo

Sólin og Helló 1 1500

sól yfir Helló 3 1000 

Það eru dimm ský sem snjóar úr en fagurblár himinninn er ekki langt undan. Sólin skín glatt og stórar snjóflyksurnar eru eins og í ævintýraheimi og töfrum líkast verður jörðin öll hvít og hrein og dúnmjúk.

Sólin í snjókomu

Það er vor í sálinni, tími byrjunar og nýrra framkvæmda. Það er birta og ylur í snjókomunni í dag, einhver loforð um nýja tíma. Allt hefur sína meðgöngu en vorið er komið í huga og sál, hugmyndir og framkvæmdaorkan mætt og þá fær ekkert stöðvað þessa konu Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir.  Oft hefur maður átt góðar stundir í Hellisgerði með börnin.  Kær kveðja til þín elsku Ragga. Leap Year

Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 19:22

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Æðislega myndir Ragga mín, eins og alltaf, ég öfunda þig á að komast í göngutúr með myndavélina, ég verð víst aðeins að bíða með það, en nýt myndanna þinna á meðanEigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 28.2.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Linda litla

Það er bara búið að vera ekta jólaveður í dag.

Linda litla, 28.2.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Yndislegar myndir, ekki hægt að hugsa sér neitt fallegra en nýfallin snjó og sólskin.  Allt svo hreint og bjart.  Annars er ég kannski dálítið skrítin, ég elska snjóinn alltaf en alveg sérstaklega í GÓÐU veðri

Vorkveðjur til þín 

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 28.2.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábærara myndir og jamm snjórinn er yndislegur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 09:59

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir þessar fallegu myndir, og líka fyrir þá með færslunni hér fyrir neðan. Sannkallaður gleðgjafi að horfa á þær, og minnir mann auðvitað líka á að fara út og horfa sjálfur!

Ég er nú farin að venjast snjónum, það var svo langt síðan maður hafði séð eitthvað af honum að það tók dálítinn tíma. Mér er ekki svo illa við snjó á meðan ég kemst ferða minna fyrir honum. Og í kyrru og góðu veðri getur verið mjög fallegt um að litast með hvíta snjóbrreiðuna yfir öllu. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:48

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já Ásdís, Hellisgerði er alveg yndislegur staður

Ingunn, á ég ekki bara að sækja þig einhvern daginn og við förum í bíltúr með myndavélarnar?

Linda, einmitt maður fær svona jólatilfinningu í hjartað

Ragnheiður Ása og Ásthildur Cesil, það er kannski eins gott að þið séuð báðar svona hrifnar af snjónum. Búandi á vestfjörðunum, það er sko alveg pottþétt að þið fáið miklu miklu meiri skammt af honum en við hérna á dekur suðvesturhorninu.

Greta, kletturinn á myndinni fyrir neðan er í garðinum mínum. Maður þarf að muna að sjá  

Takk allar saman fyrir falleg orð um myndirnar mínar

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.2.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband