29.11.2007 | 00:40
8 milljónir?!?!? missti ég af einhverju?
Hvað meinarðu? fæddist ég ekki? var ég framleidd? af hverjum þá? Hvernig dettur fólki svona í hug? Hefurðu kynnt þér Vilhjálmur, hvernig er að reyna að lifa á örorkubótum? Góð leið til að byrja með er að tala við einhvern sem hefur prófað.... duh! eða lesa bloggin
Hvað gengur mönnum til að segja svona vitleysu? Ég er orðlaus, fólk hérna í samfélaginu veit ekki baun hvernig stór hópur af öryrkjum og eldri borgurum hefur það.
Og 8 milljónir!?!?!?!??!!?!? hvaðan koma þeir útreikningar?!? Það er enginn öryrki með svo háa upphæð til að lifa af á ári. ENGINN!!!
Það bara fýkur í mann og ég sem var að reyna að slaka á til að geta kannski sofið.....
góða nótt
Núverandi réttindakerfi framleiðir öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Ragga, það er beinlínis verið að saka okkur um glæpsamlega starfsemi! Hvaða veruleikafirring er í gangi? Báðum við um að slasast/veikjast? Ég er alveg brjál!!!! Hvernig sem maður snýr þessu dæmi, þá er ekki möguleiki að fá þessa niðurstöðu. Við höfum heimtingu á rökstuðningi fyrir þessari vitleysu!
Ég er að hugsa um að fara og kaupa í frystinn fyrir þessar 8 milljónir, því þeir eiga eftir að skerða okkur um þær aftur......
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:44
Já veistu Arna, það eiginlega fauk í mig í gærkvöldi þegar ég sá þessa frétt. En ekki síður vegna ýmissa hér og þar í bloggum og kommentum á blogginu sem taka undir og saka okkur öryrkja um svik! Er einhver sem myndi standa í því að reyna að svíkja út einhverjar krónur með þvílíkt mikilli fyrirhöfn ef hann mögulega getur unnið fyrir miklu meira? Ef maður hefði orku til að standa í því, þá færi maður í meiðyrðamál við suma hérna á blogginu fyrir það sem það segir. En það er auðvitað hægt að treysta á það að "vesalingarnir" geta ekkert staðið uppi í hárinu á hraustu fólki, það er bara ekkert saman að jafna. Á meðan situr maður bara "einn" heima með tárin í augunum yfir ósvífninni ..... og lætur einhverja kisuna eða hundinn sleikja tárin......
Nei, ætla ekki að láta þetta pirra mig meir en baráttan er greinilega langt frá því búin.....
knús og kveðjur
Ragga
Ragnhildur Jónsdóttir, 29.11.2007 kl. 11:10
Það er greinilega til of mikið af þröngsýnu, skilningslausu fólki í háum stöðum í þjóðfélaginu. Ég varð alveg gargandi reið þegar ég las þetta. En við eru alla vega búnar að hitta Jóhönnu og ég hef fulla trú á hennar skilningi og að hún breyti kerfinu, ég er ekki að vonast eftir því að fá neitt í líkingu við 8 millur sem Villi talar um. Hann heldur að allir ákveði bara að velja sér það að gerast atvinnu öryrkjar. Hann fylgist ekki með fréttum um slys og fleirra, þar sem fólk örkumlast. Við höldum baráttunni áfram og látum ekki svona fífl stoppa okkur. Takk fyrir frábæran dag í gær. Ingunn Fjöryrki
Ingunn Jóna Gísladóttir, 29.11.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.