Jóhanna Sigurðardóttir tók vel á móti okkur Fjöryrkjum :-)

Jæja, það kom loksins að því að við fj-öryrkjarnir hittum Jóhönnu Sigurðardóttur og færðum henni undirskriftalistann. Jóhanna og aðstoðarmaður hennar Hrannar B. Arnarsson, tóku mjög vel á móti okkur, maður fann líka notalegt andrúmsloft þarna inni. Ég er sannfærð um að nú er verið að gera góða hluti í sambandi við Tryggingastofnun og málin verða lagfærð. Allt tekur sinn tíma og þetta þarf að gera vel svo það endist. En við höfum fulla trú á Jóhönnu. JoyfulHalo

Ásdís okkar yndislega hetja og yfirfjöryrki las upp pistil sem hún skrifaði og ég ætla að láta fylgja hérna fyrir neðan. Jóhanna sagði okkur svo hver staðan væri, það er verið að endurskoða TR og að mörgu að hyggja þar.

Ég held að allir sem til þekkja séu sammála um að málefni TR eru gjörsamlega óskiljanleg og margplástruð þannig að þetta kerfi virkar bara ekki lengur en hér er bréfið sem Ásdís las upp: 

Frú Félagsmálaráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir 

Við sem hér erum mætt erum komin til að afhenda þér undirskriftalista sem var í gangi á veraldarvefnum í okt-nóv. Ástæðan fyrir því að við fórum af stað með þessa söfnun er mikil óánægja meðal örorku- og ellilífeyrisþega vegna endurkrafna frá TR í október ásamt með margra ára langri óánægju með svo mörg önnur okkar mál. Þykir mörgum illa að sér vegið og ótrúlega mörg skrítin svör sem einstaklingar hafa fengið frá Tryggingastofnun ríkisins þegar fólk hefur verið að leita réttar síns, fá skýringar og reyna að fá leiðréttingu mála sinna. Við viljum því enn og aftur benda á það dæmalausa órétti sem felst í því að hengja öryrkja/lífeyrisþega við maka sinn og taka þannig af honum/henni þau réttindi sem okkur ber skv. lögum. Teljum við þetta skýlaust brot á mannréttindum okkar sem einstaklinga.

Í fyrra var Siv Friðleifsdóttur, afhentur listi með yfir 12 þúsund undirskriftum og hefur hingað til ekkert gerst sem bætt hefur kjör okar. Þar sem þér, frú Jóhanna, hafið ávallt varið málstað okkar í gegnum tíðina, bindum við nú miklar vonir við þá staðreynd að okkar málaflokkur færist nú undir Félagsmálaráðuneytið og á yðar hendur. Við þökkum kærlega fyrir að þér hafið gefið okkur þennan tíma núna í morgun til að taka á móti þessum listum. Við erum uppfull af von og trú á að þessir hlutir komist í varanlegt og gott ástand og langar okkur bara svona í restina að bæta því við, að jákvæðni og óbilandi trú á réttlæti í bótagreiðslum sem og öðru því er að okkur snýr, er það sem fleytir mörgum okkar fram hjá blindskerjum og ef við hefðum ekki gleðina að vopni, þrátt fyrir heilsuleysið þá væru öll þessi mál í mun verri farvegi og enn meiri baggi á þjóðfélagið okkar.

Selfossi 28. nóvember 2007

f.h. (Fj)öryrkja

Ásdís Sigurðardóttir

Heiða Björk Jónsdóttir

Ingunn Jóna Gísladóttir

Ragnhildur Jónsdóttir 

Það má taka fram að Heiða Björk sendi fréttatilkynningu á alla fjölmiðla en aðeins einn mætti á svæðið: RÚV  Mig langar því að senda þeim hjá Fréttastofu Ríkissjónvarpsins kærar þakkir fyrir að þar sé borin sú virðing fyrir öryrkjum- og ellilífeyrisþegum að næg ástæða þótti til að senda ljúfan og yndislegan tökumann til okkar. Joyful

Knús og kveðjur á ykkur öll Fjöryrkjafélagar mínir Smile þið eruð alveg frábær hópur af góðu fólki!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Við skulum vona að Jóhanna Sigurðardóttir ráðkvinna muni taka á málunum núna,sjáum við ykkur í sjónvarpinu?

María Anna P Kristjánsdóttir, 28.11.2007 kl. 17:03

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta var frábært, vel tekið á móti okkur, enda erum við fjörugir Fjöryrkjar Jóhanna á eftir að standa sig með sóma. Já, þessi eini tökumaður sem mætti átti alveg fjöryrkja hópknús skilið. Þið eruð alla æðislegar Kveðja Ingunn Fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 28.11.2007 kl. 18:01

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gaman að fá þessar fréttir af fundinum svona frá fyrstu hendi - þakka þér kærlega fyrir það.

Ég bind vonir við að Jóhanna komi hlutum á réttan kjöl innan TR og félagsmálráðuneytis, ég held að allt of lengi hafi rekið á reiðanum þar. Nú er komin þangað kona sem er bæði með hjartað á réttum stað og bein í nefinu, sem er góð blanda, svo nú hef ég fulla trú á að eitthvað fari að gerast í þessum málum á næstu vikum og mánuðum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2007 kl. 18:18

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sælar allar saman. Fjöryrkjar, takk fyrir morguninn

María, það getur vel verið að okkur bregði fyrir í Sjónvarpinu á eftir, allavega Jóhanna og Ásdís

Jóhanna Sigurðar er þegar byrjuð að vinna að málefnum öryrkja og aldraðra, svo að okkar framlag var fín viðbót og bætir inn í þá umræðu sem er í gangi í dag. Það þarf að halda þessu við enda hvatti Jóhanna okkur til þess að tala áfram og fylgjast með. 

Gréta, já Jóhanna er sómakona og ég er sannfærð um að hún mun halda áfram að koma hlutunum í rétt horf. Vonandi að öll ríkisstjórnin sameinist bara um það, það eru svo alltof margir sem eiga við alveg hræðilega erfiðleika að stríða. Mér finnst að við sem allavega höldum haus, séum skuldbundin til að berjast fyrir hina sem ekki geta það sjálfir

Knús á ykkur allar snúllurnar mínar

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.11.2007 kl. 18:25

5 Smámynd: Linda litla

Já, Jóhanna er sómakona, hún á eftir að gera okkur gott ekki spurning. Takk fyrir daginn Ragnhildur.

Linda litla, 28.11.2007 kl. 21:24

6 identicon

Það er ekki nokkur spurning að rétt kona er komin á réttan stað.  Hún Jóhanna er alveg mögnuð kona og ég hlakka til að fylgjast með henni, sem og að veita aðhald.

Takk Ragga mín fyrir skemmtilegan morgun.  Það var frábært að hitta ykkur allar.  Svo ert þú nú bara yfir dúlla sko!

Kveðja, Arna fjöryrki ... og STOLT af því!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:03

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Knús og takk stelpur sömuleiðis

Og Arna, nýr titill á mína? Yfir dúlla? hahahhaa

góða nótt, sjáumst allar saman aftur einhvern daginn

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.11.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband