26.11.2007 | 17:51
Játning
Ég játa hér með að ég er komin á fullan jólasnúning! Með jólatónlist glymjandi í stofunni og söngla með Helga Björns: ..."ef ég nenni..."
Það er svo margt sem minnir á jólin að það er ekki hægt annað en gleðjast og kveikja á kertum, leita í geymslunni og greiða úr jólaljósaflækjunni og reyna svo að ákveða hvort á að kaupa nýjar perur eða bara nýja seríu
Í gær héldum við stórfjölskyldan okkar árlega Jólaföndurdag. Það er alltaf rosagaman. Allir föndra eitthvað skemmtilegt saman og svo eru bakaðar og málaðar piparkökur. Alveg dásamlega gaman og allar fjórar kynslóðirnar í jólastemningu. Þetta setur árlega jólaaðventuna hjá okkur, þó hún byrji stundum viku fyrr en hin eiginlega aðventa
Svo er það kettlingafæðingin, það er líka soldið jólalegt að hafa nýtt líf í húsinu. Já, og svo litli hvolpurinn minn hún friðarDúfa. Annars var nú svolítið annað en jólalegt og friðsælt hérna í gærkvöldi. Það fór allt í hund og kött, gjörsamlega sauð uppúr allri þolinmæði dýranna og bara hreinlega slegist! Það hafa þau bara aldrei gert fyrr! en með nýtt kettlingagot og nýjan hvolp og fólk á hlaupum út og suður. Það er kannski ekki hægt að búast við öðru. Hins vegar er allt fallið í ljúfan löð núna. Engin meiðsl nema .. huhumm 17 ára sonurinn minn er allur í skrámum á höndunum eftir að hafa sjatlað málin ....
Þetta voru sko fæðingarhormónar og goggunarröðunarspenna í loftinu haha en þetta fylgir víst bara og allt í fínu í dag. Nú er það bara syngjandi: "... litla saklausa jólabarn..." eins og í gamla daga.
Ég er að byrja að kenna litlu Emblu Sólinni minni að syngja jólalögin. Oh hún er sko algjör knúsa og hlustar og syngur svo með á sínu eigin tungumáli, ég held hún syngi nefnilega ennþá á englamáli.
Já og svo enn eitt skemmtilegt! Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að hitta okkur fjöryrkjana á miðvikudaginn. Já, ég er sko ánægð með hana Jóhönnu, hún virðist vera alveg á fullu að lagfæra þau mál sem eru mest áríðandi í samfélaginu.
Og við höldum áfram að syngja jólalögin og nú sjást ljósin enn betur eftir að dimmdi: "... yfir fannhvíta jörð.... ... og kisa tiplar á tá..." syng ég nú hástöfum með Pálma, já bara smá skammt af ímyndunarafli og allt er hvítt og jólalegt um að litast.
Njótið aðventunnar elskurnar
Athugasemdir
Það er greinilega mikið stuð og fjör á þínu heimili. Og jólin nálgast óðfluga, það er svo róandi og kósý að sitja og föndra og baka saman. Svo er bara vonandi að Jóhanna veitir okkur fjöryrkjunum skilning, ég reyndar efast ekki um að hún geri það, en hún er víst ekki einráð. Hlakka til að hitta ykkur allar aftir á miðvikudaginn, allir að koma með jólaskapið með sér. Kveðja Ingunn Fjöryrki
Ingunn Jóna Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 20:36
hæhó, takk fyrir síðast og til hammó með kettlingana
Guðrún frænks (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:25
Jeminn, það er aldeilis margt búið að gerast hjá þér frá því á föstudag! Innilega til hamingju með elsku litlu kettlingana og hana duglegu Eddu þína. Alveg dásamleg hún Dúfa greinilega, heldur að hún sé "hrein"dýr Auðvitað skiptast á skin og skúrir eins og gengur, en guð hvað ég róaðist við lesturinn hjá þér. Fylltist svona notalegum jólaanda og heyrði lögin sem þú settir fram. Ooo þessi yndislegu jólalög. Hlakka svo til að hitta ykkur á miðvikudag. Hafðu það sem allra best í jóla-dýra-ríkinu þínu Bestu kveðjur, Arna fjöryrki
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:45
sendu mér mail
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 10:57
Takk stelpur, já það er aldrei dauð stund á þessu heimili. Reyndar bættist við nýtt og óvænt ævintýri í gærkvöldi en það kemur nánar í sérfærslu fljótlega.
Frænksan mín, takk sömuleiðis fyrir síðast, rosalega var gaman hjá okkur eins og venjulega í föndrinu knús á þig og liðið þitt.
Arna, þetta hvolpadýr mitt er náttúrulega hreindýr, það er enginn vafi, ég var líka að spá í að fá mér þvottabjörn, svona til að þurfa ekkert að gera sjálf ....
Ingunn og Arna við sjáumst í fyrramálið.
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.11.2007 kl. 12:03
Bara komin í jólaskap,ég líka byrjuð að baka og tína til skraut sem ég set alltaf upp fyrir 1.des.
Ég held bara að Dúfa litla geri sér ekki grein fyrir að hún er hundur EKKI köttur,því það hefur fjölgað hjá þér af kattarkyni,greyið hagar sér örugglega eins og köttur.
María Anna P Kristjánsdóttir, 27.11.2007 kl. 12:06
yndislegt að fá svona glaðning fyrir jólin , en á öðrum nótum, það eru allir að komast í eitthvað svo snemmbúið jólaskap, það er bara rosalegt
halkatla, 27.11.2007 kl. 13:14
Katrín, ég er búin að senda þér línu
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.11.2007 kl. 13:49
Gaman að heyra um jólastússið á þér og fjörið í kringum dýrin
Mér líst vel á Jóhönnu
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.