Edda litla ólétta

Ennþá er hún Edda mín jafnmikil bumbulína. Ætlar þessi meðganga ekki að fara að taka enda? Ætlar hún að ganga með eins og fíllinn? eða er þetta bara óþolinmæði í mér? hmmm...Errm

Er hún ekki mikið krútt? Sjáið þið magann á henni? og svo iðar allur mallinn og gengur til, oh hvað ég er orðin spennt að sjá þau Joyful

Edda ólétt á borðstofuborðinu 1000
 
Það þarf að hvíla sig vel fyrir átökin sem framundan eru .... 

 

Edda ólétt á b andlit 1000

 ...og huga vel að hreinlætinu eins og venjulega. 

Hún fylgir mér hvert sem ég fer til að vera nú viss um mamma sé innan seilingar þegar að þessu kemur. Oft liggur hún í felum, sérstaklega ef mikill hasar er í hinum dýrunum eða gestir á staðnum en hún er alltaf þar sem hún heyrir í mér.  Hún Edda mín litla er að fara að gjóta í annað sinn, svo við höfum æfingu í þessu saman. WinkJoyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Brynja Dögg. Já ég er einmitt komin með kassann, gamalt handklæði og gamalt lak. En það voru nefnilega komnar 9 vikur í gær..... ef ég hef talið rétt sko... ætti kannski að telja aftur...

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.11.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ hvað hún er yndisleg, mikið verður gaman að sjá kettlingana. Vona að allt gangi vel.  Eigðu góða helgi kæra vinkona.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Hún  er æðislega, heyri að þú ert alveg að deyja úr spenningi, en hún virðist vera ósköp róleg yfir þessu og hvílir sig vel. Eigðu yndislega helgi og megi þið stórfjölskyldan hafa það gott. Kveðja og knús Ingunn Fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 24.11.2007 kl. 00:14

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er alltaf spennandi þegar nýtt líf er á leiðinni. Mér finnst það alveg yndislegt. Góða helgi vinkonur, hafið það gott

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.11.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband