21.11.2007 | 13:25
Sólin skín og skottin litlu slaka á
"Sól, sól skín á mig...." Yndislegur dagur! Dásamlegt þegar sólin lætur sjá sig og það annan daginn í röð!!! Þvílíkt dekur! Þessar myndir eru nú bara teknar út um stofugluggann en það þarf ekkert alltaf að fara langt til njóta dásemda lífsins
Við hérna mannfólkið og hin dýrin á heimilinu ætlum bara að slaka á í dag. Ég fór í ferð "alla leið" austur fyrir fjall í gær og ætla "alla leið" til Reykjavíkur á morgun, þannig að það er ágætt að slaka bara á í dag.
Albus er sérfræðingur í slökunarstellingum og frábær "yoga" kennari.
Dúfa er strax búin að læra af honum
Ætli maður saumi ekki bara aðeins í dag, gott að nota þessa fínu birtu sem skín hér inn um alla glugga. "... sól, sól skín á mig, ...."
Athugasemdir
jei þvílík fegurð
halkatla, 21.11.2007 kl. 14:39
Já Heiða Björk og Anna Karen, þetta eru náttúrulega algjörlega afslöppuð fegurðarkrútt sko.
Ragnhildur Jónsdóttir, 21.11.2007 kl. 15:18
Myndirnar fallegar og þvílík krútt þessi tvö hjá þér, ég væri til í að geta teygt og snúið svona upp á mig, en efast um að ég væri göngufær í einhverja daga á eftir. Hafðu góðan og fallegan dag, kveðja Ingunn Fjöryrki
Ingunn Jóna Gísladóttir, 21.11.2007 kl. 18:04
Guuuuð, þau eru æðisleg! Maður getur lært svo mikið af þessum elskulegu málleysingjum. Til dæmis að slappa af, lífið heldur alltaf áfram þó maður leyfi sér að dangla rólega fram veginn. Vona að dagurinn hafi verið yndislegur hjá þér Ragga mín.
Kveðja, Arna fjöryrki
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 18:42
Manni langar nú bara að leggjast upp í sófa eftir að hafa séð dýrin, yndislegt. Ég öfunda stundum kettina mína, þegar ég fer út fyrir átta á morgni. Þau opna stundum annað augað, eins og til að segja bless, og snúa sér svo á hina hliðina, Í MÍNU RÚMI.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 21.11.2007 kl. 18:46
Yndisleg heimilisdýrin þín eins og þú mín kæra. Klara og Solla eru búnar að vera vinkonur síðan þær voru litlar. Þau bjuggu á tvö og við á 24. Hafðu það gott kæra vinkona, það var virkilega gaman að hitta ykkur allar í gær.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 19:14
Takk fyrir innlitið allar saman. Já, það er sko gott að geta slakað svooooooona rooooosalega vel á En nú er litla stýrið komin í svefngals og best að fara að róa hana,... ég er sko að tala um Dúfuna litlu. Prinsessan sjálf, þessi tvífætta er sko sofnuð
Matthilda, þetta er nú næstum því móðgandi af köttunum þínum sko
Finnst þér ekki skondið Ásdís, hvað það eru alltaf svona tengingar. Við erum svo fámenn þjóð. og takk kærlega sömuleiðis, það var yndislegt að hitta ykkur allar í gær. Hlakka bara til að hitta ykkur aftur
Ragnhildur Jónsdóttir, 21.11.2007 kl. 21:40
Þau eru sko í virkilegri hvíldarstellingu.Þeim líður vel það er auðséð.
María Anna P Kristjánsdóttir, 22.11.2007 kl. 08:01
Elsku Ragnheiður, takk fyrir í dag, það var svo gaman að fá að sjá krúttin þín í raunheimum, og líka myndirnar þínar og bara allt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2007 kl. 17:03
Ehemm, fyrirgefðu...Ragnhildur...ég hef alltaf viljað rugla þessum tveimur nöfnum saman, svo var ég líka rétt áðan að lesa færsluna hennar Ragnheiðar um hund sem klappar...
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2007 kl. 17:06
Gréta kærar þakkir fyrir heimsóknina, það var alveg meiriháttar að fá ykkur í kaffi.
Já, sko mínir hundar kunna ekki að klappa en einn þeirra kann að syngja og dansa og kettirnir eru hrifnir af ólívum.... eins og þú tókst eftir í dag
Ragnhildur Jónsdóttir, 22.11.2007 kl. 17:24
Dýrin eru svo óendanlega dásamleg, og svo saklaus. Polli minn er einmitt í stellingunni hennar Dúu núna, hann er sko ekki að stressa sig yfir einu né neinu og á svo sannarlega ekki í vandræðum með að slaka alminnilega á. Flottar myndirnar þínar eins og alltaf. Kær kveðja til þín
hofy sig, 23.11.2007 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.