20.11.2007 | 23:07
Fjöryrkjahittingur
Jæja, þá er yndislegur dagur að kveldi kominn. Í dag hitti ég fjöryrkjana frábæru í fyrsta skipti Kannski mætti kalla okkur "Hinar fimm fræknu" Við kynntumst í gegnum bloggið og svo hittumst við hjá Heiðu í Hveragerði í dag. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Alveg dásamlegar konur
Þegar leið á daginn og sólin fór að setjast beint fyrir framan stofugluggann þá þutum við Ingunn út með myndavélarnar.
Bendi ykkur á að kíkja á frábæru myndirnar hennar Ingunnar á blogginu hennar
Og svo mynd af þeim fjórum fjöryrkjunum á kafi í undirskriftalistanum. Það þarf alltaf að fara yfir svona lista til að athuga að nöfnin séu í alvöru nöfn og svoleiðis
Ingunn, Heiða Björk, Ásdís og Arna, ég Ragga er svo á bakvið myndavélina sko
Takk stelpur fyrir yndislegan dag og Heiða Björk innilegar hamingjuóskir með nýja dásamlega heimilið ykkar. Knús og kveðjur elskurnar, sjáumst fljótlega aftur
Athugasemdir
Elsku Ragga, fallegar myndirnar hjá þér, þú tókst mynd af okkur með öllu namminu takk fyrir yndislegan dag, sjáumst fljótlega. Kveðja Ingunn Fjöryrki
Ingunn Jóna Gísladóttir, 20.11.2007 kl. 23:24
Já Ingunn nú getum við ekkert logið nammið af okkur
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.11.2007 kl. 23:33
Sæl aftur!
Langar til að benda þér á skemmtilegt blogg! blog.central.is/svafa
Svafa var nú í leikfélaginu, þú mannst ábyggilega eftir henni. Hún er snilldar penni og afar skemmtileg. Ef þig langar að gráta, brosa eða jafnvel hlæja, skalltu kíkja á bloggið hennar.
Kveðja Jóhanna J
Jóhanna J (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:54
Ástarþakkir enn og aftur fyrir frábæran dag! Þetta var alveg magnað.
Knús í Hafnarfjörðinn,
Arna fjöryrki
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 01:43
Jóhanna, ég kíkti á bloggið hennar Svöfu, ég þarf að skoða betur hjá henni. Ég man auðvitað eftir henni úr leikfélaginu.
Arna, það var alveg frábært að hittast í gær. Við hittumst örugglega fljótlega aftur.
Ragnhildur Jónsdóttir, 21.11.2007 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.