Hver eru aðalatriðin í lífinu?

Þegar við horfum á heiminn, hvað sjáum við sem aðalatriði? Hvað tekur fyrst athyglina?

Hver eru aðalatriðin 1000

Eru það dökku skýin? Trén? eða það að trén virðast svört? Sjáum við fyrst kranana eða húsin? Eða tökum við fyrst eftir ljósinu? Af hverju sjáum við fyrst það sem við sáum fyrst? Er myndin dimm eða björt?

Hvernig sjáum við heiminn svona dags daglega? Hver eru aðalatriðin í lífi okkar? Hvað skiptir mestu máli? Og.... af hverju?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég tók fyrst eftir ljósinu, það hefði þurft að benda mér á þetta dökka... samt er ég nú ekki nein Pollyanna - þetta er nokkuð flott mynd

halkatla, 14.11.2007 kl. 01:05

2 identicon

Þetta er flott mynd, ég tók fyrst eftir ljósinu, ég reyni líka að vera í ljósinu dagsdaglega þó auðvitað dragi stundum fyrir hjá manni, annað væri varla normal, ég tel að við höfum svona oftast val um hvort við viljum vera í ljósinu eða myrkrinu, samt ekki alltaf. Mér finnst svo flott hvernig þú lætur myndirnar tala. Kær kveðja og góða nótt.

Hófý (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 01:38

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Alveg æðisleg mynd hjá þér eins og alltaf. Náttúran er bara svo falleg og róandi. Börnin mín eru skærustu ljósin sem ég hef. Þau eru það mikilvægasta og best sem ég á. Stundum dimmir, en það er alltaf smá týra Always look on the bright side of life Kveðja Ingunn fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 14.11.2007 kl. 12:15

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Birtan vakti fyrst athygli mína, enda er bjart yfir mér í dag. Annars er alltaf stutt í bjartsýni hjá mér, sama hvernig allt gengur.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 23:42

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hey, vona að við hittumst í næstu viku.  Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 23:42

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sá fyrst greinina sem hangir efst í horninu, síðan sá ég hvernig ljósið er að hrekja skýin brott, svo sá hvað ég dökku greinarnar á trjánum koma vel út á myndinni og hvað myndin er dálítið dimm, eins og lífið getur líka verið dálítið dimmt!! Sá hins vegar hvorki hús né krana fyrr en þú bentir mér á það.

En þegar við horfum á heiminn????? Eru það ekki ástvinir manns sem maður horfir alltaf fyrst til. Alltaf allsstaðar? Enda, byrjar maður ekki alltaf að taka til heima?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 22:18

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Nákvæmlega stelpur og ég held líka að við þurfum soldið að hafa ýmisskonar skuggadaga til að geta virkilega notið sólardaganna.  Þetta er alveg eins og með heiminn, eins og þú segir Hrönn, hvað sér maður fyrst? Eða hvað er það sem hefur mest áhrif á mann?

Svo getur maður einmitt svolítið ákveðið hvert maður horfir. Þegar ég er að taka myndir í eða yfir Hellisgerði, þá geta þessir byggingakranar stundum truflað mig alveg rosalega haha og svo sjást þeir ekki einu sinni nema vel sé að gáð. Smáatriðin í lífinu að trufla mig eitthvað

Þakka ykkur öllum fyrir kommentin og innlitið

knús og ljós til ykkar

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.11.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband