Fjölskylda tvífættra og ferfættra

Við erum með nokkuð stóra fjölskyldu og í gær bættist í hópinn Smile Fyrir utan okkur gömlu hjónin, þrjú börn, tvö tengdabörn og eitt barnabarn þá eru tveir hundar og fjórir kettir í familíunni. Já og ein kisan kettlingafull Wink

Hann Punktur Is er 8 ára gamli hundurinn okkar. Þið hafið oft heyrt um vitra hundinn sem nánast les hugsanir eiganda síns og er til sóma og prýði allstaðar, ..... Punktur er..huhumm... EKKI einn af þeim. Hann Punktur er ekki eins og hundar eru flestir, hann á mjög erfitt með að læra en hann er með stórt hjarta og góður við allt ungviði.  Mamma hans hún Pollýanna er, eða öllu heldur var, þessi djúpvitri sálufélagi sem fór fram úr öllum væntingum um einn hund. Pollýanna er núna orðin 14 1/2 árs (ca 100 ára miðað við manneskju) og orðin mjög léleg til heilsunnar, bæði líkamlega og andlega.

Okkur var semsagt farið að langa í hund sem "stendur undir nafni".  

Til að gera langa sögu stutta, þá féll ég fyrir einni lítilli Friðardúfu. Hún er 9 vikna íslensk tík og heitir Hléseyjar Dúfa Hnoss. Og er náttúrulega algjört fyrsta flokks hjartagull. JoyfulHeart

 Dúfuknús 1000

Kissing Hún gjörsamlega bræddi mitt hjarta "med det samme". HeartInLove

Dúfa og Embla og mamma 1000

Og í stuttu máli: hún bræddi okkur öll bæði tvífætt og ferfætt. InLove

Hún Dúfa mín kemur úr sex systkina hópi svo hún er vön stórri fjölskyldu. Og fyrir svona gæða hundJoyful þá skiptir engu máli hvort fjölskyldan er samsett úr fleiri hundum, köttum eða börnum. Hún Dúfa litla fékk nafnið sitt eftir hvítri friðardúfu sem er greinileg aftan á hálsinum á henni. En ekki nóg með heldur ber hún líka hvítt hjarta á bringunni. Halo

Ég verð kannski soldið sko upptekin á næstunni ... Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég er alveg búin að falla fyrir ykkur! rosalega er Dúfa litla sæt

p.s ég átti einu sinni kött sem var einsog hundur, það þurfti að fara með hann í gönguferðir og allt, því hann vildi ekki fara einn

halkatla, 11.11.2007 kl. 13:35

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hún er sko algjör krútta sú litla, sefur undir stólnum hjá mér núna, eins gott að hreyfa sig ekki Fyndinn köttur sem þú hefur átt að fara ekki einn í gönguferðir mínir fara einmitt stundum með í gönguferðir en ekki of langt, það eru ákveðin landamæri sem þeir virðast ekki fara yfir Dýrin eru svo miklir karakterar og lífsgildisaukandi að hafa slíka á heimilinu. ekki satt?

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.11.2007 kl. 15:27

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Til hamingju með Dúfu, mikið er hún falleg, algjör hjartaknúsari!

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.11.2007 kl. 15:44

4 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn, hún er yndisleg.

Hann Tommi minn eltir mig út um allt, hefur komið INN í Sparisjóðinn, INN í matvöruverslun og INN í líkamsræktarstöð. Honum er altaf hent út, greyið, þannig að núna bíður hann eftir mér fyrir utan, þar sem ég fer inn. Reyndar er ég farin að setja hann inn, ef hann er úti, þegar ég fer út, leiðinlegt að hlusta á hann mjálma fyrir utan alsstaðar.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 11.11.2007 kl. 17:40

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gréta og Matthilda, kærar þakkir. Hún Dúfa mín er algjör knúsulína

Matthilda, hann Tommi þinn er nú soldið sérstakur og hljómar svo skemmtilegur karakter eru þessi dýrakrútt okkar ekki yndisleg ?

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.11.2007 kl. 00:42

6 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Algjört krútt, greinilega nóg að gera á þínu heimili, alltaf fjör. Tek undir með Heiðu fjöryrkja, vonandi styttist í hitting og kaffispjall hjá okkur fjöryrkjunum. Kveðja Ingunn fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 12.11.2007 kl. 14:41

7 identicon

hæhæ vá hvað hún er æðiiiiiiiiii til lukku með hana ,)) enda eru þetta flottir hundar sem hún kemur undan;;;)) og urður dúlla svo sæt hér í sveita sælu minni er allt gott að frétta kossar og knús til ykkar bæbæbæ

solla kústó ;) (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 14:54

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Heiða, ég er sko rík. Hér er líf og fjör á meðan allir fjölskyldumeðlimir eru að aðlagast nýju krútti á heimilinu. Til lukku með hvolpinn! þetta er alveg dásamlegt, þó að það sé auðvitað vinna að venja lítinn hvolp

Já Ingunn alltaf fjör á þessum bæ

Solla takk, já hún Urður er sko góð mamma og Dúfa litla dóttir hennar er sko algjör dúlla  

Bestu kveðjur og takk fyrir innlitið

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.11.2007 kl. 20:15

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg lítil Dúfa, innilega til hamingju með hana, það er greinilega mikill kærleikur hjá þér. Gangi ykkur vel og láttu vita þegar kettlingarnir koma. 

Knús til þín.            Walking Dog

Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 20:26

10 identicon

hæ hæ long time no see..... Til hamingju með dúfuna

Arnór og Elísa biðja að heilsa.... þau skilja þig alveg með ÖLL dýrin jæja.... gangi þér vel......

líf og fjör!

Guðrún frænks (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:31

11 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Hæ Ragnhildur.

Já, hann Tommi minn er mjög sérstakur og skemmtilegur. Ég segi altaf, að það voru ekki við sem völdum hann, heldur hann sem valdi okkur. þegar ég kom að skoða kettlingana til að velja, kom hann hlaupandi á móti mér, nuddaði sér við fæturnar á mér, þegar ég tók hann svo upp, malaði hann svo yndislega og þar með var ég fallin fyrir honum.

Jú, dýrin okkar eru yndisleg.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 12.11.2007 kl. 21:43

12 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sælar allar saman og takk fyrir innlitið og hamingjuóskirnar.

Ásdís, ég læt víst örugglega vita þegar kettlingarnir koma ég verð svo montin að ég get ekki haldið aftur af mér, ef ég þekki mig rétt híhí  Knús á þig til baka

Guðrún mín best frænks, Elísa mín og Arnór verða nú endilega að koma og kíkja á hana Dúfu krúttu. Ég hef samt soldið samviskubit gagnvart þér vona að við sjáumst fljótlega. ég er aaaaaaalllltaaaaff á leiðinni skiluru... soldið langt þarna upp í fjöllin... 

Matthilda, já dýrin eru yndisleg. Ég held einmitt að þegar dýrin velja okkur, þá er rétt valið. Þau velja ekki eftir útlitinu heldur innihaldinu og velja þann sem passar við þau.

Bestu kveðjur allar knúsur

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.11.2007 kl. 11:57

13 identicon

Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn, kvolpar eru svooo yndislegir með krúttulega kvolpaspikið sitt, þú ert aldeilis forrík kona. knús á þig og alla þína

hófý (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband