22.10.2007 | 22:36
Fjöryrkjaundirskriftir, rigningarrok og eldstormar
Undirskriftalisti fjöryrkjanna hefur gengið rosalega vel! Komnar 1647 undirskriftir!
Þeir sem ekki eru búnir að kvitta undir geta gert það hér og lesa svo um þetta átak í 24 á morgun. Heiða Björk og Ásdís eiga heiður skilinn fyrir að starta þessu öllu saman. Húrra stelpur!!!
Svo langar mig að biðja ykkur að senda styrkjandi orku og góðar bænir til þeirra í Kaliforníu. Vinkona mín býr í San Diego og er á hættusvæðinu vegna eldstormanna. Hún verður sennilega ein af þeim sem verður flutt í burtu seinna í dag. Hún lýsti fyrir mér í símann áðan hvernig svartur reykskýjaveggur væri hennar útsýni núna.... allt í einu varð okkar blauta rok ekkert mál, eftir að hafa talað við hana vinkonu mína þarna í eldstorminum. Bænir til þín elsku Susan
En baráttukveðjur fjöryrkjar!!!
Ragga fjöryrki
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.