Spurningin um hver græðir mest, er ekki rétt spurning. Það ætti að spyrja: hverjir hafa minnst?

Í dag er mikið talað um hver græðir mest og hver á nú meiri pening eða hefur meira í laun en einhver annar. Ég verð að segja að mér er svo nákvæmlega sama, það er ekki það sem skiptir máli. Það sem skiptir máli er hvaða hópur landsmanna hefur minnst?! Hvernig á sá hópur að komast af? Sá hópur þjóðarinnar sem síst getur barist fyrir rétti sínum. Sá hópur sem leggur til samfélagsins með því að vera til og vilja gjarnan fá að vera meira með í því samfélagi sem hér er. Ég er auðvitað að tala um öryrkja.

Við þurfum á þessum tímapunkti, sem vel stæð þjóð, að ákveða hvert við ætlum að stefna með þessa þjóð og þetta land. Viljum við ekki að við sem búum í þessu landi njótum öll ávaxtanna og fáum að lifa mannsæmandi lífi?

Hellisg. fjöldi stíga 1000

Við þurfum að velja þá leið sem við viljum að þessi þjóð gangi. Lítum innávið, hvað sjáum við þar? Ég trúi því að við sem skynsamt og hjartagott fólk, sjáum þegar við leitum eftir því, sjáum að við viljum að ALLir geti lifað hér saman sómasamlegu lífi. Allir hafi nóg að borða, öruggt húsaskjól og traustan aðgang að heilbrigðiskerfinu.

Þegar við höfum játað með sjálfum okkur að það sé þannig þjóðfélag sem við viljum, getum við valið þann rétta veg sem hentar okkur...

Hellisg. kisa gengur stíginn 1000

...og gengið af stað ótrauð að sameiginlegu markmiði þjóðarinnar. Ég er sannfærð um að allflestir sem skoða hjarta sitt, vilja að hér fái allir að lifa vel og í sátt hvert við annað. Að ávextir lífsins séu fyrir alla, líka fyrir þá sem eiga erfiðast með að berjast: öryrkja. Við erum líka hluti af samfélaginu og höfum rétt á að lifa með fullum mannréttindum eins og aðrir.

Hellisg. ljós hinumegin 1000

Tökum okkur nú á, stefnum saman inn á veg ljóssins þannig að við getum öll notið geisla sólarinnar.

Þetta er hægt og við getum það núna... saman

Ég minni á undirskriftalistann þar sem farið er fram á sjálfsögð mannréttindi fyrir öryrkja HÉR

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband