19.10.2007 | 13:12
75% öryrki framhald....
Vinkona mín sem skrifaði bréfið hér fyrir neðan "Að vera 75% öryrki í velferðarsamfélagi", skrifaði mér aftur eftirfarandi:
Ég vil þakka þér Ragga fyrir að hafa birt bréfið mitt og ykkur öðrum fyrir viðbrögðin. Hér kemur eins konar framhald:
Þeir þingmenn sem svöruðu bréfi mínu voru:
Jón Bjarnason, Steingrímur J Sigfússon, Kolbrún Halldórsdóttir, Guðbjartur Hannesson, Karl V Matthíasson og Árni Johnsen. Hafi þau öll þökk fyrir skilning og falleg orð, útskýringar, fréttir og fyrirheit.
Hinum kann ég litlar þakkir þótt ýmsar ástæður geti verið fyrir því að fólk svari ekki , t.d. að þeir
# komist kannski ekki til að lesa póstinn sinn
# hafi öðrum mikilvægari málum að sinna en skrifa örvæntingarfullu fólki
# hafi engan áhuga á (eða áhyggjur ) af því hvort og hvernig öryrkjar komast í gegnum lífið eða njóti sambærilegra mannréttinda og aðrir Íslendingar.
Vonandi er það síðastnefnda ekki ástæðan, þá hafa þeir ekkert að gera á löggjafarþingi lýðræðisríkis.
með bestu kveðju
Vinkonan með pennann
Semsagt 6 þingmenn svöruðu þessu bréfi. Þeir sem vilja sjá ósanngirnina í því að bætur öryrkja séu tengdar tekjum maka og margt fleira ómannúðlegt sem orsakar raunverulega fátækragildru, skrifi sig á undirskriftalistann HÉR
Hafið það svo gott öllsömul og vonandi "hestaheilsu"...
Athugasemdir
Var að athuga undirskriftalistann 823 búnir að skrifa undir frábært!
Ragnhildur Jónsdóttir, 19.10.2007 kl. 15:46
Hæ frænks, var að skrifa undir!
Guðrún (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 16:25
Já, þetta smá mjakast áfram. Það eru nokkrir búnir að svara mér, birti nöfnin jafnóðum.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 16:43
Já, frábært Ásdís. Ég bæti líka á listann hérna eftir því sem fleiri þingmenn svara henni vinkonu minni. Við höldum áfram!
Takk Guðrún frænks
Ragnhildur Jónsdóttir, 19.10.2007 kl. 17:16
967 undirskriftir komnar, vonandi að fólkið skutli nöfnum sínum á listann í nótt á meðan við förum að endurhlaða rafhlöðurnar fyrir morgunndaginn Kær kveðja og góða nótt .Ingunn Fjöryrki
Ingunn Jóna Gísladóttir, 20.10.2007 kl. 00:40
Góða nótt og takk fyrir spennandi daga. Vonandi að einhverjir vakni við að lesa pistlana okkar allra og undirskriftalistann.
Bestu kveðjur og góða helgi
Ragga fjöryrki
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.10.2007 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.