6.10.2007 | 00:58
Litir og form....
Fallegir litir og fögur form: gott fyrir sálina. Þegar litir og form raða sér upp og mæta hvort öðru af virðingu og í samvinnu þá verður til smitandi sköpunarkraftur. Eða verða litirnir og formin til fyrir sköpunarkraft?..... Þetta er eilíf hringrás sköpunarkrafts og fegurðar.
Ein sýn vekur hugmynd um aðra og jafnvel heila sögu, röð hug-mynda ....
Hvað skyldi koma út úr þessari samsetningu lita? Hvaða form munu verða sköpuð úr þessum litum? Verður heil saga úr þessu? ..smá spotti?... eða mynd?
Sú hugsun þarf að fylgja mér inn í svefninn. Kannski skapast eitthvað í draumalandinu sem fylgir mér áfram inn í næsta dag.
Hvaða form sérð þú myndast út úr þessum litum og efnivið?
Athugasemdir
Kannski fallegt veggteppi? Hver veit?
Júlíus Valsson, 6.10.2007 kl. 11:54
einhvað svona kústarlegt eða nornar dæmi einhvað en flott er það !!
kveðja solla
solla (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 14:32
Eitthvað dulúðugt?
Greta Björg Úlfsdóttir, 6.10.2007 kl. 14:54
Mjúk og litrík, í það minnsta garnið. Það væri gaman að blanda þessu saman
Fríða Eyland, 6.10.2007 kl. 17:46
Eitthvað fallegt,því litirnir eru svo glaðlegir.
María Anna P Kristjánsdóttir, 6.10.2007 kl. 23:45
Mér finnast haustlitirnir svo fallegir. Þess vegna keypti ég mér nokkra og er að prjóna peysu.
Ég sé fyrir mér mynd af vetrinum, þar sem grenitrén sígrænu standa keik í hvítum og silfruðum litum. Sólin litar bakgrunninn með dimmrauðum lit og himinninn er stundum svo ótrúlega blár
Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 12:05
Já, það er einmitt hægt að spinna og vefa, prjóna, sauma eða hvað sem maður vill úr fallegum litum.
Er okkur ekki úthlutað ákveðnum efnivið í lífinu til að vinna úr? svo er undir okkur komið hvað við gerum úr því.
Ragnhildur Jónsdóttir, 8.10.2007 kl. 14:59
Sé álf eða huldukona sitja fyrir utan steininn sinn og vefa framtíð úr marglitri mjúkri orku...hugsanir hennar verða myndirnar og hjartalagið formið.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.