7.9.2007 | 17:04
Víkingur með flensu
Ég rétt skrölti fram í stofu, slöpp og átti erfitt með að hreyfa fæturna. Eitthvað voru ekki allar deildir í heilanum vaknaðar eða ég var svona rooosalega undirlögð af flensu og hálsbólgu og hita.... Utan úr garði heyrði ég ámátlegt væl og sá hvar litli kisustrákurinn minn var um það bil að lenda í slag við fressinn í næsta húsi. Æ, greyið mitt litla, ég verð að fara og bjarga honum! Ég stökk upp og hljóp úr innri stofunni í þá fremri, hundarnir sáu að þetta var alvarlegt og að þeir yrðu að hjálpa mér í björgunarstarfinu, svo þeir hlupu báðir á eftir mér og hvöttu mig áfram geltandi. Ég hljóp áfram fram allan ganginn með geltandi hundana á hælunum og flókið hárið í allar áttir. Ég greip í hurðarkarminn á forstofunni og skransaði fyrir horn með hundana hálffljúgandi við sitthvora hliðina á mér, nú alvarlega geltandi og hoppandi, við rétt náðum beygjunni og ég reif upp útidyrnar, hundarnir hlupu báðir út að bjarga kettinum en ........... fyrir utan dyrnar, alveg við nefið á mér,........ stóð maður.
Hann rétti Moggann að mér og sagði: "Varstu að bíða eftir mér?" "eh, ja" sagði ég en fór svo eitthvað að röfla um kött og væl og að bjarga sko ....
Það var ekki fyrr en maðurinn hafði labbað í burtu glottandi út í annað..... að ég leit í spegil......!
Ég lá með sængina yfir hausnum þegar kattaróbermið lenti í slag við sama fress seinna um daginn!
Athugasemdir
...aaa...úpps.............þvílíkt og annað eins...ég hefði viljað vera fluga á vegg....
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.9.2007 kl. 18:06
Hahahaha elsku frænks, þú ert bara snillingur....ekkert annað!!
Já það er ekki auðvelt starf að vera blaðberi, ég vona að hann hafi jafnað sig að lokum...bwahahaha
Guðrún frænks (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.