5.9.2007 | 13:55
Frábært, þeir heppnir að eiga ónotaða orku!
Frábært! Það er eitthvað vit í þessu. Þeir eru líka heppnir í Kaliforníu að eiga ónýtta orku til að virkja þegar vantar orku til heimilisnota. Í suður Kaliforníu er svo heitt núna að fólk er hvatt til að spara rafmagn þessa dagana. Svo ekki veitir þeim af orkunni til að geta haft kveikt á loftkælingunni til að lifa af.
Ef við hefðum vit til, þá myndum við geyma eitthvað af okkar litlu orku til seinni tíma þegar við virkilega þurfum að nota hana. Í stað þess að sóa og eyða í óþarfa verksmiðju, sem við höfum ekki einu sinni starfsfólk til að vinna í!
Íslendingar vöknum!
Hægt að sexfalda raforkusölu frá jarðvarmavirkjunum í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er enginn sérfræðingur en það get ég sagt þér að orkan á Íslandi er ekkert að klárast. Allar þessar virkjanir á Íslandi eru að virkja vatnsafl sem er vissulega endurnýjanleg auðlind og ég ætla að vona að vatnið sé ekkert að klárast.
Sjonni (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.