Öryrkjar og blómálfar í roki

Ég var að horfa á reynitréð mitt úti í rokinu. Blómálfarnir að berjast við að halda sér í greinarnar svo þeir fjúki ekki burt. Mér fannst ég vera að horfa á lífsbaráttu öryrkja og eldri borgara landsins okkar. Hvað eru yfirvöld að hugsa? Ég hélt það væri löngu búið að laga þetta með að fólk missi örorkubætur sínar við að leggjast inn á spítala. Það sjá allir að þetta gengur ekki upp. (sjá forsíðuna á Blaðinu í dag)

Við sem erum öryrkjar eigum kannski erfiðast með að fara út og mótmæla eða gera eitthvað stórtækt í málunum. Og á meðan er farið með okkur eins og við höngum á fjúkandi laufi.

Ég held að flestir ef ekki allir sem hafa kynnst sér kerfi Tryggingastofnunar, sjái að það kerfi gengur ekki upp, það er ekki einu sinni hægt að skilja það. Það er ekki hægt að lifa af bótunum, bæturnar teknar af, ef maður er svo ólánsamur að lenda á spítala, ef maðurinn minn fær kauphækkun þá er tekið af bótunum mínum og ef ég tek að mér launuð verkefni eða smá hlutastarf, þá er tekið meira af bótunum en sem nemur tekjunum! Ein vinkona mín seldi sumarbústaðinn sinn en ágóðinn fór allur til baka því það var allt tekið af örorkubótunum! Er einhverjum sem finnst þetta í lagi? Ég er viss um að það væri hægt að kæra þetta til Mannréttindadómstólsins í Evrópu og vinna málið, en hvaða öryrki hefur orku eða fjármuni í það?

En burtséð frá þessu öllu saman, þá er fallegt að horfa á trén dansa í rokinu ....

reynir i roki 400 og ef það er eitthvað sem maður lærir við að hafa sjúkdóm sem lagast ekki og að reyna að lifa af örorkubótum, þá er það að gleðjast yfir litlu...

Bestu kveðjur

RagJó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband