9.5.2007 | 11:46
www.islandshreyfingin.is
Hugsum aðeins: Hvernig framtíð viljum við, svona í alvörunni. Er einhver sem vill í alvöru, að vel athuguðu máli eyðileggja náttúruna okkar? Eyðileggja orkunýtingarmöguleika barnanna okkar? Selja alþjóðaálrisa alla okkar orku á spottprís, fyrir örfá störf? Er einhver sem í alvöru sér ekki hversu ósanngjarnt það er að mismuna fólki eftir því hvort það er hraust eða sjúkt? Er allt í lagi að aldraðir og öryrkjar séu utangarðs?
NEI, segi ég! Við höfum val: við getum öll haft það gott, við getum öll búið í hreinu óspilltu landi og virkjað mannauðinn til nýrra tækifæra. Við getum búið hér góðu lífi saman, ÖLL. Við höfum tækifæri NÚNA til að breyta landslagi stjórnmálanna og kjósa alvöru fólk á þing. Fólk sem hugsar um velferð þjóðar sinnar og landsins, í stað þægilegra stóla.
Við þurfum aðeins að ná 5% atkvæða til að fella stóriðjustjórnina sem hefur skilið velferðarkerfið og náttúruna eftir utangarðs í góðærinu. Hvert atkvæði skiptir máli á laugardaginn.
Kynntu þér alvöru kost í stöðunni:
Kjósum með hjartanu kjósum Íslandshreyfinguna - Lifandi land
Sjá líka:
Breytt landslag í íslenskum stjórnmálum
Ef þú vilt ekki missa náttúruna...
Í þessum kosningum ræðst framtíð Íslands
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.