Vorþing Íslandshreyfingarinnar - Lifandi lands

Íslandshreyfingin - Lifandi land hélt Vorþing í Iðnó í dag. Það var alveg meiriháttar gaman. Að geta gert pólitík vitræna (loksins), skiljanlega (loksins), með stefnu til framtíðar (loksins!) og gera hana skemmtilega líka (loksins!) er auðvitað einstök snilld! Wink

Ómar Ragnarsson formaður, Margrét Sverrisdóttir varaformaður, Ósk Vilhjálmsdóttir, og Jakob Frímann Magnússon, Andri Snær Magnason rithöfundur og Katrín Ólasdóttir lektor viðskiptafræðideildar HR  töluðu, öll alveg frábær. Inn á milli söng Bubbi og spilaði á gítarinn, Vox Feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur sungu frábærlega og svo sungum við öll saman lag Íslandshreyfingarinnar. Túlkar túlkuðu allt talað og sungið mál á táknmáli. Það var einstakt að sjá sungið með höndunum og af mikilli innlifun bæði með Bubba og með kórnum. Alveg einstök upplifun, fyrir utan auðvitað meginmarkmiðið að allir skyldu það sem fram fór Smile  Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar spilaði fyrir okkur á pallinum úti í sólskininu við Tjörnina með fugla tjarnarinnar sem bakraddakór. Sólargeislarnir glömpuðu á vatninu og það var svo hlýtt og lignt og yndislegt.  Það fór ekki á milli mála að náttúran stendur með okkur í baráttunni. Virkilega fallegur og góður dagur. 

Nú er það loka baráttuvikan fyrir kosningarnar. Við fundum öll í dag þann kraft sem fylgir því að starfa með hugsjónaorku í skynsamlegum málum fyrir framtíðina. Það stendur sterkur hópur af vel menntuðu fólki, fólki með mikla reynslu á ýmsum sviðum og fólki með hjartað og heilann á réttum stað, að þessu framboði. Smile Aðeins hópur sem þessi, sem vinnur af heiðarleika og heilindum fyrir framtíð landsins okkar og framtíð barnanna okkar, hefði fengið mig til að taka þátt í stjórnmálum. 

Eða eins og Ómar orðar það í söngnum okkar: "Íslandshreyfingin - Lifandi land, hugsjónir og raunsæ´í bland" Joyful

 

Sjá  www.islandshreyfingin.is  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæll Gunnlaugur, velkominn á síðuna mína. Lag Íslandshreyfingarinnar verður sett á heimasíðuna okkar á morgun   Fylgstu með á www.islandshreyfingin.is 

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.5.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband