30.4.2007 | 12:55
Nútímamaðurinn - hugleiðing
Ég er nútímamanneskja. Ég hugsa til framtíðar og hugsa með hjartanu. Þannig er nútímamaðurinn.
Nútímamaðurinn vill hafa heimili fjölskyldu / þjóðar sinnar gott: óspillta náttúru, hreint loft og hreint vatn.
Nútímamaðurinn vill byggja auð sinn á því að virkja fólkið, mannauðinn sjálfan. Við höfum ástæðu til að vera stolt af okkar fallega landi og okkar þjóð sem býr yfir miklum mannauð. Við eigum að leyfa okkur sjálfum og hæfileikum okkar að njóta sín. Við sjálf, eigum að búa til þá framtíð sem við viljum búa í.
Árið 2007 á að þykja sjálfsagt að þeir sem minnst mega sín séu settir í forgang og hlúð að þeim. Í dag í okkar ríka landi er þessu öfugt farið.
Nútímamaðurinn vill setja í forgang að hugsa um náttúruna, hún er heimilið okkar. Án náttúrunnar eigum við hvergi heima.
Nútímamaðurinn vill setja í forgang að hugsa um nýsköpun og fjölbreytni í atvinnu- og menntamálum, þannig vinnum við fyrir okkur og fáum að njóta hæfileika okkar.
Nútímamaðurinn vill setja í forgang að hlúa að börnunum okkar, þau eru framtíðin.
Nútímamaðurinn vill setja í forgang að hlúa að öldruðum, þau komu okkur á þann góða stað í tilverunni sem við erum á nú.
Nútímamaðurinn vill setja í forgang að hlúa að öryrkjum og sjúkum, það er bara sjálfgefið.
Nútímamaðurinn vill setja gildi hjartans í forgang. Þannig höldum við áfram að vaxa og dafna sem sú þjóð og það land sem við viljum búa í.
Nútímamaðurinn vill geta horft björtum augum til framtíðar.
Nútímamaðurinn vill búa með lifandi þjóð í lifandi landi.
Það er ekki enn orðið of seint, við höfum nokkra daga fram að kosningum til að hugsa: viljum við hrapa niður til grárrar forneskjuhugsunar eða viljum við byggja upp til grænnar og bjartrar framtíðar.
Nútímamaðurinn ég, hugsa til framtíðar og hugsa með hjartanu. Ég kýs Íslandshreyfinguna - Lifandi land
Athugasemdir
Júlíus Garðar Júlíusson, 1.5.2007 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.