Höfum við það gott, ... öllsömul?

Við Íslendingar “höfum það mjög gott, svona að meðaltali”.
Mörg fyrirtæki í landinu blómstra, húsin stækka, tekjur heimilanna aukast, lífsgæðin eru meiri. Þetta er hið besta mál. En er þetta svona hjá okkur öllum?
Við segjum oft að við Íslendingar séum öll ein fjölskylda. Hvað með aðra fjölskyldumeðlimi en þá sem njóta hærri tekna og meiri lífsgæða?

Hvað með ömmuna sem á ekki fyrir bæði leigunni og tannlækninum?
Eða afann sem sefur með öðrum afa í herbergi á hjúkrunarheimilinu?
Hvað með frændann sem “lenti á milli í kerfinu” og sefur á götunni?
Hvað með frænkuna sem fær minni örorkubætur í ár af því maðurinn hennar fékk kauphækkun í fyrra?
Hvað með bróðurinn sem bíður eftir aðgerð, svo vikum skiptir?
Hvað með litlu systur sem bíður í marga mánuði eftir meðferð á Barna- og unglingageðdeildinni?
Hvað með ættingjann sem ekki er pláss fyrir á geðdeildinni?
Hvað með langömmu og langafa sem er stíað í sundur síðustu æviárin sín, af því það er hvergi pláss fyrir þau saman?
Hvað með sjúklinginn sem ekki hefur aðstöðu til að leysa úr flóknu kerfi Tryggingastofnunar?
Hvað með bróðurinn öryrkjann, sem reyndi að fara út að vinna en gat það svo ekki til lengdar og hafði þá tapað bótunum sínum?
Hvað með móðurina sem þarf að velja hvort hún leysir út lyfin sín eða kaupir nýja skó fyrir barnið sitt?
Hvað með sjúklingana sem eru sendir heim af því það eru sumarfrí og koma svo aftur miklu veikari að hausti og meðferð þarf að hefjast alveg uppá nýtt?
Hvar er skynsemin?
Hvar er réttlætið?
Hvar er hjartað?
Er þetta mynd af góðri og samhentri fjölskyldu?
Höfum fjölbreytni í meðferðum og lausnum.
Fjölgum úrræðum. Aukum sjúkrarými.
Hækkum bætur frá Tryggingastofnun. Afnemum tekjutengingu og tekjutengingu við maka. Hækkum skattleysismörk.
Sameinum heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti í eitt velferðarráðuneyti. Einföldum flókið kerfi og gerum það skiljanlegt og aðgengilegt.
Leysum brýnustu málin strax og vinnum hratt og örugglega að þeim öllum.
Það er til nægur peningur fyrir alla, það þarf bara að nota hjartað til að skipta honum rétt á milli.
Kjósum með hjartanu – kjósum Íslandshreyfinguna – Lifandi land.

hefur vilja til að gera samfélagið betra, fyrir alla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr Heyr Ragnhildur.

Kem til med ad fylgjast meyra med tínum skrifum.

Eigdu gódan dag.kv. frá danmörku

Gudrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 08:43

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Guðrún, það er alltaf gott og hvetjandi að fá jákvæð orð. 

Bestu kveðjur til danaveldis 

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.8.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband