Krían komin!

Það er alltaf jafn yndislegt að frétta að krían sé komin á Höfn. Það þýðir að vorið er komið og betri tímar eru í nánd. Mér finnst alltaf jafn stórkostlegt að þessi litli netti fugl geti flogið alla þessa leið suðurskautinu og alltaf komið hingað á svipuðum tíma að vori. Og að hún skuli hreinlega rata! Alltaf kemst hún allaleið á Álftanesið þar sem er undursamlegt að fylgjast með henni veiða síli í tjörnunum og mata síðan ungana sína. Sjá og heyra hvernig krían verndar heimilið sitt og annarra varnarlausari fugla í leiðinni. Náttúran er svo sannarlega stórkostleg, í stóru og smáu.Joyful

Náttúran í ýmsum myndum er mér innblástur í málverk og saumamyndir. Hérna neðar á síðunni er mynd af kríu á Álftanesi sem ég saumaði um árið. Og ljósmynd af kríum í fjörunni að "ræða málin" við mannfólkið ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband