19.4.2007 | 01:39
Gleđilegt sumar!
Síđasti vetrardagur var fallegur en nú er voriđ og svo sumariđ ađ ganga í garđ. Dásamleg tilfinning! Fuglarnir eru byrjađir ađ syngja og grasiđ í litla garđinum mínum orđiđ grćnt. Kettirnir hlaupa um og leika sér úti og hundarnir neita ađ koma inn. Og ég fylgist međ brumi stóra reynitrésins míns bólgna út og stćkka. Bráđum fer ađ sjást í grćnt lauf.
Ţessi árstími er svo yndislegur. Lífiđ vex og blómstrar, dagarnir eru langir og bjartir, öll tilveran iđar. Öll framtíđin virđist augljóslega verđa björt og falleg á svona stundum. Og ţađ er gott ađ gleyma sér í Pollýönnu hugsunum og gleyma dimmu köldu vetrarnóttunum sem standa allan sólarhringinn. Ţađ er nćgur tími fyrir ţćr seinna ţegar veturinn kemur aftur. En ţá er gott ađ geta yljađ sér viđ hlýjar minningar vorsins og góđra sumardaga. Svo ţađ er um ađ gera ađ safna nćgum fallegum minningum í sarpinn.
Ţađ er nótt núna og stjörnubjart úti, smá slćđuögn af norđurljósum. Svona rétt eins og til ađ kveđja árstíđina. Mér fannst ég heyra "stjörnusöng", óminn af plánetunum í fjarska, ţögnin úti er ţađ mikil á međan mannfólkiđ og fuglarnir sofa. Hér inni í stofu hrjóta hundarnir viđ hliđ mér og kettirnir mala í sófanum. Notaleg nótt ađ vaka í, ţví á morgun er komiđ sumar
Athugasemdir
Fallegar vangaveltur - Gleđilegt sumar - Áskorun HÉR í tilefni dagsins
Júlíus Garđar Júlíusson, 19.4.2007 kl. 11:32
Gleđilegt sumar, nú er fallegur tími framundan og kallar á ţađ ađ fara í gönuferđ, og vera úti.
María Anna P Kristjánsdóttir, 20.4.2007 kl. 18:29
Já, ég verđ nú bara ljóđrćnn af heimţrá! Haltu ţessu áfram:
Ásgeir Rúnar Helgason, 20.4.2007 kl. 19:36
Ţakka ykkur innilega fyrir falleg orđ. Nú er ţađ ég sem rođna
Hafiđ ţađ gott í sumrinu
er komiđ alvöru vor í Svíţjóđ?
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.4.2007 kl. 21:02
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.