Framtíðin - hvað bíður þar?

Við sem jarðarbúar stöndum á tímamótum. Við getum haldið áfram að eyðileggja fyrir okkur jörðina okkar og þar með framtíðarmöguleika okkar að búa hér. En við getum líka hugsað aðeins áður en við tökum næstu skref. Það er ekki nóg að æða áfram, við verðum að vita hvert við stefnum.

Mikilvægt er að ganga veginn jákvæðum skrefum, þá sjáum við ljós framundan. Sjáum bjartari tíma og stefnum þangað, byggjum upp jákvætt, gott og lífvænlegt samfélag. Samfélag byggt upp með jákvæðum huga, byggt af fjölbreytni á öllum sviðum, byggt í sátt við Móður Jörð. Móðir Jörð er heimili okkar, landið okkar Ísland er heimili okkar, við viljum hafa heimilið góðan friðsælan, lífvænan stað að búa á. 

Það er margt gott á Íslandi, það er líka ýmislegt sem við getum lagað og breytt. Við þurfum umfram allt að velja rétta leið inn í framtíðina.  Framtíð sem gefur okkur möguleika á að lifa hérna áfram heilbrigðu og góðu lífi. 

Það eru að koma kosningar. Nú er tíminn til að velja framtíðina, það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Ekki aðeins fyrir okkur í dag heldur alla framtíðina. Það sem í boði er í dag er sumt skelfilegt en annað gott og uppbyggilegt.

Ég vil skilja eftir gott heimili fyrir börnin mín og barnabörn. Ég kýs með hjartanu Heart- ég kýs Íslandshreyfinguna - Lifandi land. 

skoðið stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar  www.islandshreyfingin.is   

                                                                                         sjá mynd neðar á síðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Takk fyrir falleg og hlý comment á síðu Ásgeirs Helgasonar

Júlíus Garðar Júlíusson, 18.4.2007 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband