12.4.2007 | 15:13
Pólitík og farfuglar: er komið vor?
Farfuglarnir komnir margir hverjir og pólitíkin tekur völd en enn berjast vetur konungur og vorið. Snjór, sólskin, hlýja, kuldi, vindur og logn. En við vitum að bráðum sigrar vorið og sumarið eftir það.
Pólitíkin er með sama móti, þar berjast vetur og vor. Hún er ólíkindatík, þessi pólitík, eins og einhver sagði. Hvers vegna finnst fólki það alltaf þurfa að rífast þegar talað er um pólitík? ég bara spyr. Ég hélt í einfeldni minni að pólitíkusar færu yfirleitt í slaginn (já einmitt, slaginn) vegna hugsjónar um betra líf í landinu, öllum til heilla. Það væru bara misjafnar áherslur og úrræði, eins og gengur. En ég held satt að segja að margir fari í og tali um pólitík aðeins til þess að fá útrás og afsökun til að rífast.
Hvernig væri að við reyndum að snúa þessu við?! Skoðum vorið og pólitíkina með bros á vör, reynum að vinna saman að bjartara og betra landi að búa í.
Ég á eina tík af blönduðu hundakyni, hún heitir Pollýanna og hefur alltaf staðið fyllilega undir nafni. Hún huggar, hlustar, ver okkur og er góður og traustur félagi. Prófum að taka Pollýönnu til fyrirmyndar í umræðu um pólitík.
Gleðilegt vor með öllu sem því fylgir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.