1.4.2007 | 22:47
Sunnudagsbíltúr
Við skruppum í bíltúr á Reykjanesið. Alltaf skemmtilegt að keyra um þessa hráu, fallegu og sérstöku náttúru. Maður sér alltaf eitthvað nýtt, eitthvað sem dregur athyglina og fangar hjartað.
Kleifarvatnið svo dularfullt, svo djúpt það gæti alveg hreint hýst skrýmslið ennþá. Hverirnir sífellt breytilegir, maður veit aldrei hvað gerist þar næst. Land sem er ennþá að fæðast, stöðugt að þróast og aldrei eins.
Draugar, dvergar, tröll og aðrir vættir fylgjast með, undrandi og áhyggjufullir á svip. Er þetta fólkið sem ræður hvað verður um okkur? Er þeim sama? Vita þau að við erum hér....?
sjá myndir neðar til vinstri á síðunni.
Athugasemdir
Til hamingju með síðuna þína. Ég fylgist með.
Kveðja,
Lauga
Lauga (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.