31.3.2007 | 00:25
Sól í Hafnarfirði
"Lóan er komin að kveða ...".
Vonandi vísar koma lóunnar á vor í lífi þjóðarinnar sjálfrar. Við stöndum á miklum tímamótum, í dag er kosið um framtíð Hafnarfjarðar og reyndar þjóðarinnar allrar. Hvert ætlum við að stefna í framtíðinni? Ætlum við okkur inn í gráa einhæfa og dapra framtíð. Eða ætlum við að stefna í átt til sólar og birtu, í átt til fagurrar framtíðar sem ilmar af vori nýrra tíma. Tíma sem bjóða upp á fjölbreytt nútímaleg og náttúruvæn störf. Tímar sem eru í takt við það sem við raunverulega viljum.
Við ákveðum núna í hvaða átt við ætlum að stefna.
Ég ætla mér að fylgja fuglunum inn í söng og ilm vorsins. Ég kýs jákvætt NEI í dag.
RagJó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.