Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

"Skynsamlegar ákvarðanir í umhverfismálum ???"

missti ég af einhverju? hvar var það?

mbl.is Bandarísk blaðakona gagnrýnir hvalveiðistefnu Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundar, kettir og álfar ...

Álfabyggðin í Hellisgerði tók vel á móti mér. Það er enginn staður í víðri veröld betri til að heimsækja í haustroki og rigningu Smile  Álfarnir alltaf glaðir og hressir og eiga auðvelt með að smita út frá sér. Sum trén eru orðin alveg rauð, önnur gul og svo eru þau mörg hver algjörlega græn ennþá og neita að það sé farið að hausta.

Litafegurd 1000

Kettirnir harðneituðu þó að ganga með mér í þetta sinn, þeir lágu heima að kúra hjá hundunum.

Kurudyr

Þvílíkur innblástur! Ég fór svo beint í að vinna að mynd og "leyfði" hundunum að hlýja mér á tásunum á meðan Wink

 

 


Hugleiðsla í garðinum

 

Ég sat í eldhúsinu að naga harðfisk með hundunum mínum og kisu. Ég hugsaði með mér að ég yrði að losa mig við þennan haustdrunga sem truflar mig þessa dagana. Stóra gamla reynitréð mitt dansaði við vindinn fyrir utan gluggann. Þá laust niður í huga minn að í gamla daga settust mikilmennin oft undir tré að hugleiða, kannski ég ætti að taka mér þá til fyrirmyndar og setjast undir Reynitréð mitt úti í garði.

Hmmm ....

 

ág. 6 Reynitréð

Ég fór út og settist í mosann undir trénu, fór með nokkur óm til að róa hugann, óóómm, óómm, óóómm ,.... slakaði svo á líkamanum smátt og smátt. Þegar ég var búin að slaka á andlitinu, öxlunum og svo áfram niður hryggjarsúluna,... fann ég allt í einu að ég var rassblaut!! Oh, bévítans mosinn er rennblautur! Ah, Ragnhildur, slaka, slaka , einbeiting, einbeiting........    ég róaði mig niður aftur og hélt áfram að gera líkamann slakann. Svo fór ég að finna fyrir þessari yndislegu trjáveru sem sendi mér hlýja orku og blómálfarnir flögruðu í kringum mig. Æ, þeir kitluðu mig í nefið!.... slaka, slaka Ragnhildur, einbeiting....  Hvít hátíðni orka sveipaðist um mig, utan og innan með rósrauðu og grænleitu ívafi. Mmmmmmm hvað mér leið vel.  ... einbeiting, einbeiting....... Inni í orkuflæðinu heyrði ég undarlegt purr, ég fór að hlusta eftir því, það gætu verið í því fólgin mikilvæg skilaboð. Þá fann ég eitthvað loðið koma við hálsinn á mér! Ah!!!  Ég opnaði augun og sá stóra Hafnarfjarðar-hraun-könguló hangandi beint fyrir framan nefið á mér! Ég öskraði upp og hræddi litlu kisuna mína sem var að lauma sér í fangið á mér, stökk á fætur og rak hausinn í trjágrein og fimm starar flugu í loftið með hávaða og látum, sem hræddi kattargreyið enn meira. Litlu blómálfarnir urðu dauðskelkaðir og litu á mig ásökunaraugum og klöguðu mig í bæði trjáveruna og engilinn sem var að reyna að standa með mér í þessum ósköpum.

Ég labbaði lotin, rassblaut og skömmustuleg inn aftur, þegar ég áttaði mig á því ..... að ég hafði ekkert staðið upp úr eldhússtólnum! Ég var með harðfisk í höndunum, kött í fanginu og hundarnir horfðu undrunaraugum á hinn stórskrítna eiganda sinn.

 

Ég ákvað að hugleiða bara inni,....... á morgun.

 


Englar

Það eru frásagnir um engla í flestum trúarbrögðum og flestir sem "sjá lengra nefi sínu" eru sannfærðir um engla. Svo er auðvitað misjafnt hvernig við sjáum englana, alveg eins og er misjafnt hvernig við sjáum fólk.

málverk, dúfa og engill 500

Fyrir mér eru englar sendiboðar milli guðs og manna og dýra- plöntulífs jarðarinnar.

Með óskum um að englarnir gæti ykkar Halo

kveðja

Ragnhildur


mbl.is Fjórði hver Dani trúir á engla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hress kona

Einmitt svona jákvæða frétt kæru blaðamenn. Okkur vantar að heyra meira jákvætt. ..... en hvað varð annars um Harold? Vonandi finnst hann líka á lífi þarna einhvers staðar.

mbl.is Fannst á lífi eftir að hafa verið týnd í skóglendi í tvær vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkingur með flensu

Ég fann að umgangspestin var að ná tökum á mér. Að víkingasið reyndi ég að berjast á móti með því að þykjast ekki taka eftir einkennunum. En loks varð ég að gefast upp og ákvað að leyfa þessu veseni að hafa sinn gang. Ég skreið þess vegna framúr rúminu í náttfötunum, sveittum og krumpuðum eftir erfiða nótt. Rauð- og hvítköflóttu alltof stóru flannelsbuxurnar með hjörtunum, stjörnunum og blómunum límdust sveittar við fótleggina. Ljósblái satín náttjakkinn var skakkt hnepptur og vantaði tölu. Ég fann að mér var eitthvað kalt og greip alltof stóra ullarsokka af bóndanum og fór í þá. Þeir náðu langt út fyrir tærnar. Utanyfir allt saman fór ég svo í fjólubláa jakkapeysu með hettu og rennilás. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að ég var þrútin í framan af bjúg eftir svefnlitla nótt og með rautt nef og rauð augu og röddin rám eins og eftir þriggja vikna fyllerí. Í orðsins fyllstu merkingu leit ég út eins og illa teiknaður Goofy en ég var algjörlega ómeðvituð um það.

Ég rétt skrölti fram í stofu, slöpp og átti erfitt með að hreyfa fæturna. Eitthvað voru ekki allar deildir í heilanum vaknaðar eða ég var svona rooosalega undirlögð af flensu og hálsbólgu og hita.... Utan úr garði heyrði ég ámátlegt væl og sá hvar litli kisustrákurinn minn var um það bil að lenda í slag við fressinn í næsta húsi. Æ, greyið mitt litla, ég verð að fara og bjarga honum! Ég stökk upp og hljóp úr innri stofunni í þá fremri, hundarnir sáu að þetta var alvarlegt og að þeir yrðu að hjálpa mér í björgunarstarfinu, svo þeir hlupu báðir á eftir mér og hvöttu mig áfram geltandi. Ég hljóp áfram fram allan ganginn með geltandi hundana á hælunum og flókið hárið í allar áttir. Ég greip í hurðarkarminn á forstofunni og skransaði fyrir horn með hundana hálffljúgandi við sitthvora hliðina á mér, nú alvarlega geltandi og hoppandi, við rétt náðum beygjunni og ég reif upp útidyrnar, hundarnir hlupu báðir út að bjarga kettinum en  ...........   fyrir utan dyrnar, alveg við nefið á mér,........ stóð maður.  

Hann rétti Moggann að mér og sagði: "Varstu að bíða eftir mér?"  "eh, ja" sagði ég en fór svo eitthvað að röfla um kött og væl og að bjarga sko  ....

Það var ekki fyrr en maðurinn hafði labbað í burtu glottandi út í annað..... að ég leit í spegil......!    

Ég lá með sængina yfir hausnum þegar kattaróbermið lenti í slag við sama fress seinna um daginn!

 

 


Var einhver sem sá eftir því að þessi her væri ekki að "passa" okkur lengur?

bara spyr Whistling
mbl.is Flaug með virkar kjarnorkusprengur yfir þver Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært, þeir heppnir að eiga ónotaða orku!

Frábært!  Það er eitthvað vit í þessu. Þeir eru líka heppnir í Kaliforníu að eiga ónýtta orku til að virkja þegar vantar orku til heimilisnota. Í suður Kaliforníu er svo heitt núna að fólk er hvatt til að spara rafmagn þessa dagana. Svo ekki veitir þeim af orkunni til að geta haft kveikt á loftkælingunni til að lifa af.

Ef við hefðum vit til, þá myndum við geyma eitthvað af okkar litlu orku til seinni tíma þegar við virkilega  þurfum að nota hana.  Í stað þess að sóa og eyða í óþarfa verksmiðju, sem við höfum ekki einu sinni starfsfólk til að vinna í!

Íslendingar vöknum! 

 


mbl.is Hægt að sexfalda raforkusölu frá jarðvarmavirkjunum í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryrkjar og blómálfar í roki

Ég var að horfa á reynitréð mitt úti í rokinu. Blómálfarnir að berjast við að halda sér í greinarnar svo þeir fjúki ekki burt. Mér fannst ég vera að horfa á lífsbaráttu öryrkja og eldri borgara landsins okkar. Hvað eru yfirvöld að hugsa? Ég hélt það væri löngu búið að laga þetta með að fólk missi örorkubætur sínar við að leggjast inn á spítala. Það sjá allir að þetta gengur ekki upp. (sjá forsíðuna á Blaðinu í dag)

Við sem erum öryrkjar eigum kannski erfiðast með að fara út og mótmæla eða gera eitthvað stórtækt í málunum. Og á meðan er farið með okkur eins og við höngum á fjúkandi laufi.

Ég held að flestir ef ekki allir sem hafa kynnst sér kerfi Tryggingastofnunar, sjái að það kerfi gengur ekki upp, það er ekki einu sinni hægt að skilja það. Það er ekki hægt að lifa af bótunum, bæturnar teknar af, ef maður er svo ólánsamur að lenda á spítala, ef maðurinn minn fær kauphækkun þá er tekið af bótunum mínum og ef ég tek að mér launuð verkefni eða smá hlutastarf, þá er tekið meira af bótunum en sem nemur tekjunum! Ein vinkona mín seldi sumarbústaðinn sinn en ágóðinn fór allur til baka því það var allt tekið af örorkubótunum! Er einhverjum sem finnst þetta í lagi? Ég er viss um að það væri hægt að kæra þetta til Mannréttindadómstólsins í Evrópu og vinna málið, en hvaða öryrki hefur orku eða fjármuni í það?

En burtséð frá þessu öllu saman, þá er fallegt að horfa á trén dansa í rokinu ....

reynir i roki 400 og ef það er eitthvað sem maður lærir við að hafa sjúkdóm sem lagast ekki og að reyna að lifa af örorkubótum, þá er það að gleðjast yfir litlu...

Bestu kveðjur

RagJó


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband