Hugleiðsla í garðinum

 

Ég sat í eldhúsinu að naga harðfisk með hundunum mínum og kisu. Ég hugsaði með mér að ég yrði að losa mig við þennan haustdrunga sem truflar mig þessa dagana. Stóra gamla reynitréð mitt dansaði við vindinn fyrir utan gluggann. Þá laust niður í huga minn að í gamla daga settust mikilmennin oft undir tré að hugleiða, kannski ég ætti að taka mér þá til fyrirmyndar og setjast undir Reynitréð mitt úti í garði.

Hmmm ....

 

ág. 6 Reynitréð

Ég fór út og settist í mosann undir trénu, fór með nokkur óm til að róa hugann, óóómm, óómm, óóómm ,.... slakaði svo á líkamanum smátt og smátt. Þegar ég var búin að slaka á andlitinu, öxlunum og svo áfram niður hryggjarsúluna,... fann ég allt í einu að ég var rassblaut!! Oh, bévítans mosinn er rennblautur! Ah, Ragnhildur, slaka, slaka , einbeiting, einbeiting........    ég róaði mig niður aftur og hélt áfram að gera líkamann slakann. Svo fór ég að finna fyrir þessari yndislegu trjáveru sem sendi mér hlýja orku og blómálfarnir flögruðu í kringum mig. Æ, þeir kitluðu mig í nefið!.... slaka, slaka Ragnhildur, einbeiting....  Hvít hátíðni orka sveipaðist um mig, utan og innan með rósrauðu og grænleitu ívafi. Mmmmmmm hvað mér leið vel.  ... einbeiting, einbeiting....... Inni í orkuflæðinu heyrði ég undarlegt purr, ég fór að hlusta eftir því, það gætu verið í því fólgin mikilvæg skilaboð. Þá fann ég eitthvað loðið koma við hálsinn á mér! Ah!!!  Ég opnaði augun og sá stóra Hafnarfjarðar-hraun-könguló hangandi beint fyrir framan nefið á mér! Ég öskraði upp og hræddi litlu kisuna mína sem var að lauma sér í fangið á mér, stökk á fætur og rak hausinn í trjágrein og fimm starar flugu í loftið með hávaða og látum, sem hræddi kattargreyið enn meira. Litlu blómálfarnir urðu dauðskelkaðir og litu á mig ásökunaraugum og klöguðu mig í bæði trjáveruna og engilinn sem var að reyna að standa með mér í þessum ósköpum.

Ég labbaði lotin, rassblaut og skömmustuleg inn aftur, þegar ég áttaði mig á því ..... að ég hafði ekkert staðið upp úr eldhússtólnum! Ég var með harðfisk í höndunum, kött í fanginu og hundarnir horfðu undrunaraugum á hinn stórskrítna eiganda sinn.

 

Ég ákvað að hugleiða bara inni,....... á morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Smá fovitni og duló spurning: Ert þú ein af systkinunum....?
 

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.9.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, eða sko það er þetta með "einu sinni skáti, ávalt skáti" .....

Heilsan truflaði mig en ég gef ekkert upp vonina að hittast aftur.

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.9.2007 kl. 13:44

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ok, ég skil! Mér finnst að þú eigir að koma aftur...Heyrðu, ertu konan hans Lalla?

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.9.2007 kl. 14:00

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, já ég er konan hans Lalla ég kem vonandi aftur. En bið annars kærlega að heilsa öllum

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.9.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband