Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Hahahhahaha...... fyndið og þó....

Hahahhahaha..... frekar fyndið Grin en þó um leið afar sorglegt. Þau gátu greinilega alveg talað saman og verið sálufélagar, af hverju þurfti tölvu og nafnleynd á milli? í staðin fyrir að sitja t.d. heima í stofunni með kerti og kósí? Er þetta ekki týpískt að leita of langt yfir skammt, fólk gleymir því góða sem það á. 
mbl.is Daður á netinu endar með skilnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var einmitt þetta sem köngulóin....

...sagði mér þegar hún kom innum stofugluggann: "kalt haust, kalt haust".

kongulo

Takk fyrir að var mig við Lóa mín.

 


mbl.is Afar óvenjulegt að snjó festi sunnanlands um miðjan september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er öllum sama ???

Það er það sem ég segi: við erum að eyðileggja Paradísina sem við búum í. Er ÖLLUM sama???? Er enginn sem hugsar?

mbl.is Áhyggjur af vatnsbólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað vit í þessu!

Frábært! Svona á að gera þetta. Smile

Nú er bara að vona að það verði ekki farið í að byggja álversgarð þarna í næsta nágrenni, þá færi nú hreinlætisstimpillinn fljótt af. 


mbl.is Íslenska vatnið sigraði í alþjóðlegri samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3. kafli Hvað er á bakvið?

Alex stóð þarna uppi og horfði yfir fullt af fallegum trjám. Þau voru í ýmsum litum, sum komin með rauða og gula haustliti, önnur með ber en sum trén voru alveg sumargræn ennþá. Þegar hún horfði vel sá hún líka lítinn foss.

fullt af fallegum trjam 1000 En varla var það nú nokkuð leyndarmál.

Edda litla klifraði uppí tré....

Edda litla uppi i tre 1000

hún sá sólargeislana umvefja fallegu haustlitina í reynilaufinu og berjunum. Edda hugsaði með sér að ef hún væri fugl þá væru þetta verulega girnileg ber.

Reyniber 1000

Albus ad kikja 1000 Albus horfði eftir göngustígnum og var að spá í hvar væri sniðugast að kíkja næst. Það er svo rosalega mikið af "bakvið" og "inní" og "handanvið" að það er bara erfitt að velja.

9. hvad er her 1000 Hann ákvað að kíkja inn í litla holu í klettinum.

Þar sat dvergur að velta fyrir sér veðurhorfum næstu daga. Albus skyldi nú ekki alveg hvernig hann ætlaði að finna það út. En dvergurinn sagði honum að margt mætti lesa í gróðrinum og skýjunum, skordýrunum og skrokknum sínum og .... 

Dvergur 07  700 ... já, þeir spjölluðu heilmikið saman Albus og dvergurinn en dvergurinn sagðist ekkert vita um neitt leyndarmál.

Handan við einn klettinn rákust þau á köngulóarpar sem hékk eins og í lausu lofti, í nánast ósýnilegum vef. "En skrítið" hugsaði Edda litla, "að búa í ósýnilegu heimili..."

köngulóarpar 888

Inn á milli steina sáu þau lítið reynitré sem var rétt að byrja að vaxa.

smatre 1000 Albusi fannst þetta alveg rosalega lítið af tré að vera.

Alex skoðaði birkitré sem varð á vegi þeirra og handanvið eina greinina sá hún...

birkitréð og álfurinn minni ... blómálf að undirbúa tréð sitt fyrir veturinn. Litli álfurinn var svo ljúf við laufin á trénu sínu, en hún var líka ákveðin og svo upptekin að það var ekkert hægt að tala við hana um leyndarmál.

Kisurnar þrjár voru lengi lengi að leita og sáu margt skemmtilegt og undarlegt en fundu ekkert leyndarmál. Það var ekkert falið, ekki einu sinni inní eða bakvið eða jafnvel handanvið.

Eftir þögla stund sagði Alex, sú sem var elst af þeim og vitrust: "Þegar ég horfi til baka yfir daginn, þá held ég að við höfum fundið leyndarmálið...

Alex horfir til baka 1000

Það var aldrei hulið, það liggur opið fyrir framan okkur öll, við bara gleymum að sjá það. Við gleymum stundum að horfa og njóta. Leyndarmálið er allt sem við sáum og gerðum á leiðinni, allir sem við hittum og allt sem við hugsuðum. Það er leyndarmálið."

Augun sem sjá 100  "Við þurfum bara að horfa og leyfa okkur að sjá og njóta", sagði vitra gamla kisan og brosti svo dularfull á svip.

 


2 kafli Hvað er á bakvið?

Alex hefðarkisa sá bloggfærsluna mína í gær og ákvað að fara í rannsóknarleiðangur í Hellisgerði. Henni fannst hún þurfa að vita leyndarmálið. Það er eitthvað hulið, eitthvað sem við sjáum ekki við fyrstu sýn.

Hvað er inní og hvað er á bakvið eða jafnvel handanvið.... Alex drottningin af Hellisgerði

Fljótlega slógust fleiri í hópinn

2. Edda koma med lika 1000  Edda litla vildi líka vita um leyndarmálið .....

 og Albus Dumbledore....

3. Albus alltaf sami grinarinn 1000 

Oh Albus! alltaf sami grallarinn!

4. ordin 3, eru fleiri 1000

Þarna ganga þau; Albus fremstur (auðvitað), og svo Edda litla og að síðustu Alex hefðarkisa. En þau heyrðu eitthvað hljóð...... var einhver á eftir þeim?  

 

 

 

 

 

 

4a. nei bara fluga 1000
 Nei þetta var nú bara flugan að sinna sínu starfi. Hún hafði nefnilega fundið svo gott nammi inní blóminu. Hún skellti nú samt á þau kveðju svona í leiðinni en hélt svo áfram bsssss.... bsssssss.....

6. Edda ad kikja i blomum 1000 Edda litla ákvað að skoða vel inn undir runnann, kannski er eitthvað leyndó þar. Hún sá falleg blóm, rauð og hvít og svo sá hún ánamaðk sem smeygði sér hratt ofaní moldina....

7. nei, ekkert her Edda 1000 ..... en ekkert leyndarmál.

8. horft yfir 1000 Alex fór uppá klett og horfði vel yfir svæðið. Þannig sér maður kannski hvar aðalleyndarmálið er. Hvað sér Alex? Finna þau leyndarmálið?

Framhald á morgun.....

 


Hvað er á bakvið?

Hvað er fyrir innan? Hvað er á bakvið? Hvert liggur leiðin? Þorum við að skoða það? Eða er nóg að horfa bara á rósina og sleppa því að skoða inn og á bakvið í skógi lífsins?

hvert liggur leid 1000

Bara svona pæling... hvað ætli sé þarna? Býr einhver þarna? hmmmmm....

 


En "óvænt!"

Og fyrir hvern er þessi Ameríski banki að kaupa hlutinn í Geysi Green? Það væri forvitnilegt að vita hverjum þeir selja þetta svo. Nú gætu nokkrir sagt:"sagði þér það!"

 

Ég hef satt best að segja verulegar áhyggjur af okkur íslendingum. Við búum í Paradís og við neitum að sjá það og neitum að viðhalda henni. Gerum allt sem við getum til að glutra öllu úr höndunum á okkur. 


mbl.is Vilja fund vegna frétta af Geysi Green Energy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður

Friður. Í hverju felst friður? Hvernig getum við komið á friði á jörðu? Er það yfirleitt hægt?

Það er allavega aldrei hægt að þröngva fram frið, hvorki með stríði eða hótunum. En það er hægt að ákveða að maður ætli að hafa frið. Það er þessi ákvörðun sem mestu máli skiptir og viljinn til að ná fram og viðhalda friði. 

Daginn sem herinn fór héðan birtist grein eftir mig í Mogganum um að setja upp Friðarháskóla á fyrrverandi hernaðarsvæðið. Umbreyta orkunni þar algjörlega í friðarorku. Greinin fékk engar undirtektir. En nú er allavega verið að setja þar upp háskóla og friðsamlegt samfélag. Ég vona að þeir í nýja háskólanum þarna suður frá setji upp Friðardeild. Að mínu viti þarf að rannsaka frið, skoða hvar og hvernig hægt er að halda frið. Hvað þarf til? Hvernig getum við viðhaldið friði? Og hvernig getum við hugsanlega hjálpað þeim sem ekki sjá friðinn sjálfir? Er það hægt? Við þurfum að æfa okkur, stöðug æfing er eina leiðin til að ná markmiðinu. 

Friður er val. Friður er ákvörðun Halo

 


Frábært

Skemmtilegt! Ég legg til að mbl. hafi vikulegan ljóðalestur á sínum síðum. Er það ekki?
mbl.is Finndu í hjartanu (Bæn fyrir rödd, brjóstkassa og einveru)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband