Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Íslenska ljóðið við lag Hallgríms Óskarssonar "I think the world of you"

Ég má til með að setja hérna inn textann sem Hallgrímur Óskarsson samdi lagið "I think the world of you" við. Þar sem faðir minn Jón Kr. Gunnarsson gaf út ljóðabók eftir Árna Grétar Finnsson 1982, kannaðist ég við ljóðið sem Hallgrímur nefndi í sjónvarpinu. Þessi texti er svo frábær og segir mikið sem gott væri fyrir hvern mann að taka sér til umhugsunar.

Lífsþor

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,

sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,

djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,

manndóm til að hafa eigin skoðun.

 

Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,

einurð til að forðast heimsins lævi,

vizku til að kunna að velja og hafna,

velvild, ef að andinn á að dafna.

 

Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.

Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.

Þá áhættu samt allir verða að taka

og enginn tekur mistök sín til baka.

 

Því þarf magnað þor til að vera sannur maður,

meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,

fylgja í verki sannfæringu sinni,

sigurviss, þó freistingarnar ginni.

 

ljóð eftir Árna Grétar Finnson

úr bókinni "Leikur að orðum" útgefið af Bókaútgáfunni Rauðskinnu 1982


Móðir Jörð heldur í sér andanum...

snjor-i-hello-1.jpg
 
... á meðan hinn himneski Faðir sendir ljós yfir.
 
snjor-i-hello-2a.jpg
 
 Út úr því samspili myndast dásamlegir draumar og glitrandi gleði
 
snjor-a-runna.jpg
 
...og meira að segja óvænt rósablöð í janúar
 
snjor-a-ros-i-januar.jpg
 
Það leynist nýtt líf undir köldum mjúkum snjónum. Vorið er byrjað að sína tákn sín. 
Það er svo yndislegt og gott fyrir sálina að sjá hið jákvæða og bjarta. 
Hin fögru tákn Lífsins eru oft undursmá og hálfhulin en það er svo sannarlega þess virði að horfa vel með opnum huga og hjartaHeart 
 

Bara smá krútt

Aðeins að taka pásu frá fréttum og spjalla við kisukrúttin Joyful
Verð að bæta aðeins inn í að það fer hver að verða síðastur að fá sér kettling hjá mér, aðeins fjórir eftir. 
 
krutt-a-bor_stofubor_inu.jpg
 
Eddubörn tóku smápásu frá borðstofuborðshasarnum til að "brosa" framan í myndavélina Joyful
 
_lf-hei_ur-og-snjotigrinn.jpg
 
Snjótígrinn Orgel og Álfur Völubörn í svítunni sinni á efri hæðinni Smile
 
heldur-a_-ser-hondum.jpg
 
Snjótígrinn Orgelínus heldur að sér höndum (alltaf flottur á mynd!)
alienkisur.jpg
 
Þessir tveir eru hinsvegar eins og þeir séu af öðrum heimi Woundering .... enda köllum við þá Jóla og Álf
Krúttkveðjur Heart
 

Appelsínugult, hvítt og allir hinir litir regnbogans....

Nú má búast við að fólk fari að skiptast í ýmsar fylkingar eftir því hvað við viljum gera næst. En öll hljótum við að geta borið appelsínugula litinn og sameinast um ofbeldislaus mótmæli á Íslandi, hvað sem öðru líður.
 
appelsinugulur.jpg
 
Það er spennandi að sjá að nokkur ný framboð eru í uppsiglingu. Nýjar hugmyndir, kjarkmiklar og háleitar sem gefa von og gleði í hjarta.
 
sunshine_in_the_snow_600.jpg
 Gleymum ekki manngildunum sem skipta öllu máli í nýrri uppbyggingu. Það er ekki gott fyrir neinn að festast í reiði eða hefnigirni, við gröfum okkur bara dýpra með því.
Notum kraftinn til að byggja upp og berjast ofbeldislaust fyrir því sem við trúum á.
 
HeartLjós og Friður til ykkar elskurnarHalo

Smá pása frá látunum

Ég er orðin þreytt í bili á íslenskri tilveru. Það eina sem "vantar" er eldgos ... nei, nei, Móðir Jörð, þú heyrðir þetta ekki!! W00t

Núna vil ég bara sjá fallegt, ljúft, notalegt, hlýtt, ástúðlegt og fullt af kærleik Joyful

i-felulitunum.jpg

Kærleikur í felulitunum. Þær eru svo ljúfar við börnin sín þessar kisumömmur Joyful

embla-sol-me_-sigur.jpg

Aðalkrúttið mitt hún Embla Sól, með sína ástúð og umhyggju, endalausu gleði, hlýju og hamingu, með sitt barn, hann Sigurð sinn InLove

alex-me_-fjogur_778923.jpg

Bara dásamlegt Heart

Sendi góða strauma og ljós til allra sem vilja þiggja WizardHaloHeart

 


Appelsínugulur ...

appelsinugulur.jpg
 
Friðsöm mótmæli plís HeartHaloHeart

Framtíðin? hvað segir hún?

Við hjónin sitjum heima og getum ekki annað. Við veltum fyrir okkur framtíðinni: hvað verður? hvert erum við að fara? Hvað má lesa úr þeim táknum sem náttúran gefur þessa dagana?

Ég horfði til himins að leita svara, og hvað blasti þá við mér?

go_aerisleifar_776355.jpg

"Góðæris"leifar, hvert sem litið er!  

Risakranar vomandi yfir hálfbyggðum byggingum.

fegur_-me_-kronum.jpg

En sólin sest yfir leifarnar og fylgifiska "góðærisins". 

Spurningin er: Yfir hvað rís sólin svo aftur?

horft-vanda_776359.jpg

Ég reyndi að vanda mig hvert ég horfði. Er ekki örugglega vonargat þarna? Ljós og birta í fjarska?

embla-les-i-spil.jpg

 Kannski Embla Sól sjái eitthvað inn í framtíðina?

hva_-skyldi-thetta-svo-thy_a_776364.jpg

 Hvað skyldi það svo þýða sem hún sá? Það er spurningin.

horft-til-framti_ar.jpg

FriðarDúfan horfir ákveðin langt í fjarska. Hvað skyldi hún sjá? Er þetta áhyggjusvipur? Eða von?

Ég velti fyrir mér möguleikunum og sendi jákvæða strauma þangað sem ég sé ljós framundan. 

 Nú er það eins og afi minn sagði alltaf: "Við skulum sjá hvað við sjáum"


20. jan.09 er röndóttur dagur

Einmitt eins og ég sagði í síðustu færslu: Lífið er röndótt!

20. janúar 2009, í beinni útsendingu á RÚV:

Obama að taka við embætti í USA og

Þjóðin löngu búin að fá nóg á Íslandi.


Röndótt Líf

lifi_-er-rondott-himinn.jpg
 
 Já, það er soldið röndótt stundum...
 
rondottir-lae_ast.jpg
yfir og undir röndótt
 
orgeli_-rondotti-snjotigrin.jpg
 
 svart og hvítt röndótt
 
rondott-lif.jpg
 
blátt og grátt röndótt 
 
snjotigrinn-i-mi_jum-leik.jpg
 
spennó í miðjum leik röndótt 
 
orgeli_-snjotigri.jpg
 
Dásamlega fallega röndótt 

joli-spes.jpg
 
 Meira að segja svona krútt er með leynirendur InLove

Krúttfærsla enn og aftur, hvernig er annað hægt með öll þessi krútt? :-)

Já, lífið snýst um kettlingakrútt þessar vikurnar. Kisufjölskyldunum var úthlutuð svíta með svefnherbergi og baði og innbyggðu eldhúsi ásamt ótakmörkuðu leiksvæði um allt hús. Dekur? já maður á að dekra kisur, þær segja það Wink

elin-lotta-i-stiganum.jpg

Þessi bráðfallega kisa sem ég kallaði Elínu eftir nýja eigandanum sínum fékk nafnið Lotta. Sem mér finnst alveg sérstaklega skemmtilegt af því fyrir mörgum árum ólum við upp ljónsunga hérna á heimilinu sem hét Lotta, systir hennar hét Lísa en það var fyrir löngu löngu síðan þó ummerki þeirra sjáist hér enn Joyful

Þær komu hérna í gær Elín Dagný og mamma hennar að sækja Lottu litlu. 

elin-dagny-og-lotta-1.jpg

Það er svo gaman að kynnast fólkinu sem tekur við kisunum. Elín Dagný er 11 ára og valdi sér kettling hérna í byrjun desember. Hún hefur komið reglulega að heimsækja hana og þannig fylgst með uppvextinum og kynnst kisu sinni vel.

elin-lotta-i-korfunni-2.jpg

Elín Dagný átti líka svo skemmtilega hugmynd að koma með körfu fyrir kisuna sína hingað og safna í hana lykt héðan svo kisa litla finni öryggi strax á nýja heimilinu í körfunni með lykt að heiman. Algerlega frábær hugmynd.  Joyful

elin_lotta_i_korfunni_3.jpg

Það var eins og hún áttaði sig strax hún Lotta litla að þetta var sko hennar karfa!

lotta-rekin-ur-korfunni-sin.jpg

Það þurfti að berjast fyrir henni...

elin-lotta-i-korfunni-4.jpg

... en hún gaf sig ekki. "Elín mamma sagði að ég ætti hana" InLove

 albus-junior-i-skonum.jpg

Þannig að Albus junior þurfti að sætta sig við gamla skó í staðinn Sideways

dufa-kikir-a-kettlinga-2.jpg

Kisumömmurnar halda Dúfu í hæfilegri fjarlægð, þær finna sennilega að hún er ennþá hálfgerður hvolpur þó hún sé orðin eins árs. En það má nú fylgjast með Smile

lyklaleikur-1.jpg

Það er endalaust gaman að leika við þessi lífsglöðu krútt. Hér er hann Ragnar sonur minn að leika sér, það er algjör heilun og endurnýjun að leika sér smástund Joyful

lyklaleikur-2.jpg

Ef þær geta kennt manni eitthvað þessi kríli, þá er það að ekki þarf flókinn viðbúnað til að fyllast eldmóði og endalausri lífsgleði. Bara smá forvitni og innra barn sem er tilbúið að leika sér, það er allt sem þarf og maður er alltaf glaður og kátur InLove

En Elín Dagný, mamma hennar og Lotta litla fóru saman heim ánægðar og spenntar að sína fjölskyldunni og þar með hundinum sem beið heima nýja fjölskyldumeðliminn.

elin-lotta-i-korfunni-1.jpg

Edda mamma kvaddi krúttið sitt vitandi það að hún fór á gott heimili. Lotta litla var algjörlega tilbúin að fara að heiman, sjálfstæð og dugleg kisa og á örugglega eftir að kenna hundinum á nýja heimilinu ýmislegt Wink  Hún getur breytt sér í íkorna á "no time" með skottið þykkt upp í loft og kryppa á bakið haha æ, hún heldur hún sé svo ógurleg en er í raun bara algjörlega dásamlegt krútt. InLove

 elin-dagny-og-lotta-3_771427.jpg

Það er svipur með þeim, finnst ykkur ekki?

elin-dagny-og-lotta-2_771428.jpg

Það er svo gott að horfa á eftir kettlingunum fara á heimili sem maður er svona sáttur við og ánægður með. Takk innilega fyrir góð samskipti Elínarnar mínar, ég hlakka til að frétta af Lottu litlu áfram. Joyful

 Enn einn kettlingurinn fer svo að heiman á sunnudaginn. Það fækkar stöðugt í hópnum, það er eins og hverju kríli hafi alltaf verið ætlað ákveðið heimili sem bara bíður eftir að þeir séu tilbúnir að fara. 

 orgelina-fegur_ardis.jpg

Lífið er náttúrulega bara dásamlegt krútt, ekki satt? JoyfulHeart

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband