Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Tréð

Nú eru reynitrén að klára blómgun sína þetta árið og fíngerð hvít blómblöðin liggja um garða og götur. Ilmreynirinn okkar íslenski er svo yndislegt tré allt árið svo maður undrast alls ekkert að það skyldi talið heilagt tré hér áður fyrr. Fyrir mér er stóra gamla reynitréð í garðinum mínum mér næstum heilagt.

Er þetta ekki fallegt?

reyniblóm  closeup300

Bara langaði að minna ykkur á að skoða og horfa á fallegu náttúruna okkar og sjá fegurðina. Ekki gleyma að sjá það sem þú horfir á.

Ég mun ekki blogga mikið í sumar, ég tími ekki að missa af stutta yndislega íslenska sumrinu. Ég ligg með nefið ofan í jörðu að skoða litlu plönturnar eða teygi mig upp í tré til að sjá það sem hærra vex. Fegurðin er oft í hinu smáa og margar af okkar fallegustu plöntum vaxa hæversklega ofan í klettasprungum eða í sátt og samlyndi við margar aðrar tegundir plantna. Það er dásamlegt að skoða og njóta.

Gleðilegt sumar!

 


Hraungrjót og kaktusar

Jæja, þá er maður kominn heim eftir sæluviku á Tenerife með fjölskyldunni. CoolYndisleg ferð og gott að vera í svona notalegu loftslagi. Það er samt svolítið skondið að keyra um og sjá að margt er líkt með eyjunni okkar Íslandi og eldfjallaeyjunni Tenerife. Hraungrjót og klettar sem minna mikið á okkar klettóttu fjöll en.... hins vegar "dáldið mikið" öðruvísi gróður. Þarna vaxa, í risaútgáfu allar þær plöntur sem ég er að berjast við að halda lífi í hjá mér í stofunni. Frekar fyndið. M.a. sáum við 1000 ára gamalt drekatré. Það er næstum jafngamalt íslensku þjóðinni!

Svo komum við heim og allt orðið fullgrænt og fínt sumarveður í gærdag, í smátíma. Í gærkvöldi og í dag er ég hins vegar að reyna að sætta mig við að íslenskt sumar er víst bara svona. Maður stingur sig allavega ekki á trjánum Wink


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband