Allt í hund og kött? það getur líka bara verið jákvætt ;-)

Nú getur hún Edda mín ekki leynt þessu lengur. Það er augljóst að von er á litlum krúttum á næstunni. Joyful

Edda ólétt liggjandi 1000
 
Hún er meira að segja tilbúin með símann hjá sér ef það þarf snögg viðbrögð! En annars er ég "ljósmóðirin" aldrei langt undan og hún passar uppá það hún Edda, eltir mig hvert sem ég fer.
 
Edda ólétt 1 1000
 
Hún er svo falleg litla bumbulínan mín Smile
Edda ólétt 2 1000
 
Hún þarf að þrífa sig vel og vandlega, en óléttuna þrífur maður ekkert í burtu Edda mín Wink
 
Edda ólétt 4 1000
 
Hvaða svipur er þetta Edda mín? Má ég ekki taka fleiri myndir af þér?
 
Edda ólétt 5 1000
 
Ok, ok, ég skal þá hætta að taka myndir!
 Vá, viðkvæm maður!Woundering
 
Ég sný mér bara að næstu fórnarlömbum híhíGrin
 
Embla Sól og Pollýanna og Punktur 1000
 
Embla Sól gefur Pollýönnu og Punkti sko ekki kexið nema hún vilji það sko. Alveg sama hvað þau rella í henni. En þau meiga fá mylsnuna og það er svo gott að hafa þau svona með sér. Joyful
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Köttur með attitude, frábær.  Barnið yndislegt.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Æðislegar myndir af fjölskyldumeðlimunum hjá þér Ragga. Kveðja Ingunn Fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 8.11.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Hún Edda þín er falleg kisa. Hlakka til að fá að skoða myndir af kettlingunum hennar. Þú ætlar að setja myndir inn á síðuna, er það ekki?

Ég á tvær kisur. Tommi er kóngurinn. Hann er 6 ára, geldur og alveg gríðarlega stór. Blíða er tæplega 8 mánaða, algjör orkubolti og alveg yndisleg. Dýrin gefa okkur svo margt, sem við fáum ekki annarsstaðar.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 8.11.2007 kl. 12:13

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já það er sko fjör á þessu heimili með öll krílin mín. Kettlingarnir væntanlegir undir lok þessa mánaðar. Ég hlakka svo til, mér finnst alltaf gaman að ungviðinu, vona að ég geti svo gefið þau öll á góð heimili.

Matthildur ég er alveg sammála, dýrin gefa manni svo margt. Ætlar þú ekki að setja myndir af Tomma þínum og Blíðu inn á síðuna þína?það væri gaman að sjá.  

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.11.2007 kl. 13:08

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Hver er væntanlegur pabbi,er það þessi fallegi sem strunsaði í gegnum garðinn í dag.

María Anna P Kristjánsdóttir, 8.11.2007 kl. 23:44

6 identicon

Sæl Ragnhildur

Ég kem oft og les bloggið þitt - kominn tími til að kvitta fyrir innlitið Ég hef gaman af því að koma á góðar síður og lesa eitthvað hollt, gott og mannbætandi. Þess vegna les ég bloggið þitt

Ég veit ekki hvort þú mannst eftir mér, hugsa það samt! Ég var til dæmis leikskólakennari stelpunnar þinnar sem er orðin dálítið stór í dag´Mér er enn í dag oft hugsað til hennar. Hún var ein af þessum eftirminnilegustu börnum.  Hún bræddi mig algjörlega þegar hún söng einsöng í samverunni okkar. Það var bæði vel sungið og einstaklega fallegt lag, sem engin annar leikskólakrakki kunni   "Lífinu ég þakka, því sem mér var gefið...." Þetta er enn í dag eitt af mínum uppáhaldslögum en ég hafði aldrei heyrt það áður !

Takk fyrir að vera til !

Kveðja Jóhanna Jens

Jóhanna J (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 00:13

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

María, það er spurning með væntanlega pabba, gætu sko vel verið fleiri en einn ... huhummm sko. Takk fyrir í dag

Jóhanna, yndislegt að heyra frá þér! Er ég ekki örugglega með rétta Jóhönnu í huga? með gítarinn á Hlíðarbergi? (fyrirgefðu ef það er ekki rétt, ég á oft erfitt með að muna nöfn, en ég veit ég myndi þekkja þig strax í sjón!) Já, hún Sirrý Margrét elskaði þetta lag og við sungum það oft saman og hún náttúrulega ein. Hefurðu kíkt hérna aftar á færslurnar mínar, þar er skírnarsaga dóttur hennar, með mynd. Já, litla leikskólastúlkan er orðin mamma og ég amma! Litla krúttið eins árs, er strax byrjuð að syngja Takk fyrir að kvitta inn og láta vita af þér. Og þakka þér innilega fyrir falleg og hjartahlý orð.

Ég vona að þú hafir það gott Jóhanna, ertu ennþá að vinna á leikskóla? Vonandi sjáumst við í Hafnarfirðinum

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.11.2007 kl. 00:51

8 Smámynd: halkatla

Kassandra mín er líka ólétt, ég er því að verða amma

við biðjum að heilsa Eddu

halkatla, 9.11.2007 kl. 10:57

9 identicon

Jú jú Jóhanna með gítarinn á Hlíðarbergi, ég vissi að þú myndir þekkja mig

Ég er búin að vera lesa reglulega bloggið þitt og einmitt búin að sjá að Sirrý Margrét væri orðin mamma. Til hamingju með ömmustelpuna og skilaðu kveðju til Sirrý Margrétar frá mér. Furðulegt að þessi börn öll verði fullorðin áður en maður veit af. Ég er enn að starfa sem leikskólakennari - nú á Smáralundi.  Þar er ég t.d. með dreng sem er sonur stúlku sem var í hóp hjá mér á Hjalla í gamla daga....úfff ég sem held að ég sé svo ung.  Það er þó bót á máli að mér finnist ég vera ung ennþá, það er víst það sem skiptir máli. Aldur skiptir engu máli ----nema maður sé ostur, þá því eldri því betri hehehehhe

 Kærleikskveðja JJ

Hafðu það gott og ef til vill sjáumst við á förnum vegi

Jóhanna J (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband