Að halda hvíldardaginn heilagan...

Að halda hvíldardaginn heilagan. Það stendur í helgri bók og örugglega fleiri en einni helgri bók, að maður eigi að hvíla sig einn dag í viku. Það er náttúrulega mjög rökrétt hugsun út frá heilsufarslegu tilliti og fjölskyldulegu samhengi. Allir þurfa sinn frídag til að hvíla sig og sinna sínum hugðarefnum.

En fyrir mér hefur þessi setning líka aðra dýpri merkingu. Nefnilega þá að annaðslagið í lífinu og ekki með of löngu millibili, sé manni hollt að draga sig út frá daglegu amstri, setjast niður og hugleiða. Hugleiða þá leið sem maður hefur gengið í lífinu, hvar maður er staddur í dag og hvert maður stefnir.

 

Liggur leiðin upp á hið helga fjall
 
Erum við á þeirri leið sem við ætluðum okkur? Þeirri leið sem meiningin var að fara? Erum við örugglega á leiðinni að "Hinu helga fjalli"? Eða sjáum við það alltaf í fjarska, fjarlægjumst eða förum í kringum það? 
Í hraða nútímans þar sem allt þarf að "gerast í gær", er mjög auðvelt að fara "óvart" út af Veginum.
 
  Helgafell er vissulega fallegt í fjarlægð en útsýnið af fjallinu sjálfu er enn stórkostlegra og kannski óvænt líka. 
 
Fullt tungl 1404
 
Óvænt, því fjöllin eru fleiri en þetta eina. Lífið býður upp á fjöll og dali og hærri fjöll og dýpri dali.
 
Fleiri fjöll 1000
 
Er fjallið sjálft markmiðið? Eða útsýnið ofan af fjallinu eða fjöllunum? Það að geta staðið og horft á hina ganga hring eftir hring í kringum fjallið? Eða hafa hátt og passa upp á að þeir sem eru "þarna niðri" sjái að við "séum uppi"?
Hver er meiningin með allri þessari göngu upp og niður fjöll og dali? Er eitthvert markmið?
 
Tunglið kallar
 
Getur ekki verið að Gangan sjálf sé markmiðið?
Að við nýtum okkur Ljósið, hvort sem er að nóttu eða degi... 
 
 
Ljósið í myrkrinu 1460
 
... og horfum á og tökum inn og göngum í ljósinu. Tökum eftir Veginum, aðstoðum þá sem aðstoð þurfa og göngum svo áfram, förum inn á Veginn aftur þegar við höfum villst út af. Dáumst að plöntum af ýmsum gerðum, fuglum, samferðamönnum og dýrum, fjöllum af mörgum stærðum og gerðum. Skoðum Náttúruna, hvað segir hún okkur, hvað þýðir hún fyrir okkur? Skoðum Veginn sem við göngum, úr hverju er hann? Hefur hann verið genginn áður? Skiptir það máli? 
 
Er ekki Gangan sjálf yndisleg? Full af undrum og merkilegum fyrirbærum og svo það sem spilar aðalhlutverkið í göngunni og ekki má gleyma að kanna:
Göngumaðurinn sjálfur.

 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Góður pistill hjá þér Ragnhildur!
Mér hefur stundum fundist sem hinn gífurlegi áhug okkar Íslendinga á ferðalögum til útlanda sé í raun eins konar flótti frá okkur sjálfum.  Við ættum stundum að líta okkur nær og njóta þess sem við höfum.

Júlíus Valsson, 9.11.2007 kl. 11:07

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir þennan góða pistil og fallegu myndirnar.

Og takk fyrir síðast, er strax farin að hlakka til næsta skiptis... 

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:50

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Ragga mín, þetta er frábærlega fallegt hjá þér. Ég held að þú eigir að fara að gefa allar þína fallegu hugleiðingar og myndir út í bók. Baráttukveðjur og góða helgi Ingunn fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 16:01

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka ykkur kærlega öll sömul fyrir notalegar kveðjur.

Júlíus, einmitt ég held að oft sé fyrsta hugmyndin sú að "fara eitthvað" en maður tekur alltaf sjálfan sig með og þau vandamál sem fylgja manni best að klára þau fyrst heima og fara svo. annars koma mínar söguhugmyndir yfirleitt bara heima hjá mér og í kringum húsið  

Heiða Björk, já ég held við höfum öll gott af því að horfa yfir farinn veg. Vega og meta og þakka og halda svo áfram.

Gréta Björg, takk fyrir síðast. Það verður sko gaman að hitta þig næst og heyra ferðasöguna knús og góðasta ferð

Þakka þér fyrir Ingunn, það er nefnilega það ... hmmm... bók? ... ég er með nokkrar í smíðum en það er bara þetta með drifkraftinn sko....

Góða helgi öll sömul

ég á skemmtilega litla frétt eftir morgundaginn.... eða ég vona allavega að hún verði eins yndisleg og ráð er fyrir gert

Góða nótt

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.11.2007 kl. 01:32

5 identicon

Mikið er þetta falleg hugleiðing Ragga mín. Helst af öllu vildi ég geta tekið þetta og hengt upp á vegg til að njóta, spá, hugleiða og sjá sem oftast. Takk fyrir þennan fallega og djúpvitra pistil.

Bergþóra Andrésdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:59

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Virkilega falleg hugleiðing,við erum of uppekin af daglegu amstri gefum okkur ekki tíma til að hugsa hvert stefni ég,eða er þetta það sem ég vil.Okkur er öllum hollt að staldra aðeins við og hugleiða fara út í náttúruna og njóta einverunnar og hljóð náttúrunnar í þögninni.

María Anna P Kristjánsdóttir, 10.11.2007 kl. 14:11

7 Smámynd: Fríða Eyland

Takk fyrir þetta ferðalag Ragnhildur, síðasta myndin er svo ljómandi fögur, himnesk 

Fríða Eyland, 11.11.2007 kl. 23:00

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hjartans þakkir Begga

María, já ég held að við gleymum oft að stoppa aðeins og bíða eftir okkur sjálfum. Náttúran geymir ýmis svör ef við hlustum í þögninni, eins og þú segir María

Þakka þér fyrir Fríða

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.11.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband