Friður

Hvað er friður? Hvernig getum við öðlast frið? Hvernig getum við viðhaldið friði? Er friður á Íslandi? Hvað þarf til að friður sé stöðugur? Er friður bara aðgerðarleysi? Friður gerist ekki bara á einum degi. Við þurfum stöðugt að vinna að friði. Stöðugt að bæta okkur og vera betri í dag en í gær. 

Mín kenning í dag er að friður geti aðeins verið til staðar þar sem er kærleikur, frelsi, umburðarlyndi, velmegun, öryggi og samkennd. Þar sem allir þjóðfélagshópar hafi jöfn tækifæri til að tjá sig og þróa áfram sína bestu hæfileika og getu. Þar sem allir hafa jafnan rétt til heilsueflingar, trúarbragða, náms og atvinnu. Og hvernig náum við þessu? Við þurfum hvert og eitt okkar að byrja innra með okkur sjálfum. Friður er eilíf þróun, líf sem vex í sátt við umhverfi sitt og við sjálfan sig.

Hléseyjar dúfa

Þessi litla krúsídúlla heitir Hléseyjar Dúfa og hefur nú þegar byrjað sitt þróunarferli í átt til friðar.  Hvað með þig?

Það getur skipt höfuðmáli í átt til friðar að hjálpa þeim sem eiga erfitt með að hjálpa sér sjálfir. Hjálpa þeim til þess að geta hjálpað sér sjálfir.

Skrifum okkur öll á undirskriftalistann  til að styðja leiðréttingu á málum öryrkja og eldri borgara. Gefum þeim tækifæri til að fá að lifa í sátt við sjálfa sig og aðra.

 Friður sé með ykkur. Góða nótt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek undir þessa vel orðuðu grein þína. Það verður aldrei friður hér á jörðinni fyrr en allir hafa þetta viðhorf að leiðarljósi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.11.2007 kl. 13:24

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fallegur pistill. Því miður trúi ég því ekki að það verði nokkurn tíma friður á meðal manna. Ég held að maðurinn sé hreinlega ekki skapaður þannig að hann geti haldið friðinn. Sorglegt.

Takk fyrir yndislegt komment mín megin.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.11.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk fyrir falleg komment Gréta, Jóna og Heiða. Nei ætli verði nú kominn friður á í heiminum á morgun. En ef við gefumst bara upp og hættum að reyna, þá verður líka allt mjög erfitt og vonlaust. Við getum alltaf fundið frið innra með okkur og það er sá friður sem fylgir okkur hvert sem við förum og hvað sem við gerum.

Skref fyrir skref, aðeins betra í dag en í gær.... svo dettum við afturábak en stöndum bara upp og höldum áfram; skref fyrir skref.....  friðarskref fyrir friðarskref...

knús

Ragga 

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.11.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband