Kisukrútt flytja að heiman :-)

Fyrrakvöld var rosalega skemmtilegt hjá okkur. Þá kom hún Sigrún bloggvinkona mín, Steini maðurinn hennar og prinsessurnar þeirra tvær: Eydís og Þórdís. Svo komu líka Guðni bloggvinur minn, bróðir hennar Sigrúnar og mamma þeirra! Pælið í því hvað maður er lánsamur að kynnast heilli stórfjölskyldu, þremur kynslóðum í gegnum bloggið og svona líka yndislegt fólk JoyfulHeart

Hann Guðni var svo notalegur að senda mér myndir sem hann tók og gefa mér leyfi til að setja hérna inn á bloggið. Þannig að allar myndirnar við þessa færslu eru frá Guðna, takk kærlega Guðni og bestu kveðjur til ykkar krúttsálufélaganna Joyful

img_9487.jpg

Þarna er Guðni með Magna litla Mafíukisa að kveðja mig. Litli kisi fékk að flytja til Guðna og Pútín stórakisa og ég veit þeir eiga allir eftir að hafa það rosalega gott og skemmtilegt saman. Kíkið bara á bloggið hans Guðna Joyful

img_9462.jpg

 Sigrún og hennar fjölskylda féllu fyrir "Mýslu litlu" sem fékk að flytja heim til þeirra. Þar verður dekrað við hana það leynir sér ekki á myndunum á blogginu hennar Sigrúnar InLove Endilega kíkið þangað, mig vantaði tilfinnanlega myndir af yndislegu prinsessunum Þórdísi og Eydísi en það eru myndir af þeim á blogginu hennar Sigrúnar. Þar sést líka þegar Simbi stórikisinn þeirra tók á móti "Mýslu litlu" þegar hún flutti inn Joyful

 img_9467.jpg

Mamma eða amman eiginlega Wink varð auðvitað að fá að "máta" líka. 

img_9470.jpg

Það fór greinilega vel á með þeim. Litlu kisurnar voru báðar alsælar með fólkið sem þau voru að flytja til. 

Lady Alexandra er semsagt búin að gefa alla sína kettlinga á ný heimili. Edda er búin að lofa tveimur, þannig að nú eru aðeins 5 ólofaðir kettlingar eftir. Eddubörn eru rétt rúmlega 7 vikna og Völubörn rúmlega sex vikna, þannig að þau eru ekki alveg tilbúin að flytja ennþá.

 img_9531.jpg

Það var eins og Alex skyldi að hún var að kveðja börnin í síðasta sinn. Hún knúsaði þau og kvaddi vel og svo hlýlega og fallega. Hún var greinilega sátt við fólkið sem þau voru að fara til. Hún kallaði aðeins einu sinni um kvöldið á kettlingana en svo var eins og hún mundi. Þannig að hún fór bara að sofa, hún er orðin gömul og reynd hún Lady Alexandra og veit að það er þetta sem gerist.

img_9550.jpg

"Bless elskurnar mínar og munið nú allt sem ég kenndi ykkur"

img_9549.jpg

"knúsiknúsiknúsiknús......" Heart

img_9570_769031.jpg

 Nú getur hún Lady Alexandra farið aftur í aðaldekurhlutverkið á litla heimilinu sínu hérna niðri, engin samkeppni við börnin hennar. Hlutverki hennar við uppeldi barnanna sinna er lokið og nú taka Magni Mafíukisi og "Mýsla litla" til við að ala upp sínar nýju fjölskyldur WinkGrin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er yndisleg færsla, þvílíkur unaður að sjá litlu kisurnar, gott að þær fara á svona góð heimili.  Takk elsku Ragga og kveðja frá mér

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband