Náttúru þerapía í skógi lífsins

Suma daga virðist mannheimaskógurinn enga opna leið hafa. Það eru engir stígar sjáanlegir og maður á erfitt með að sjá hvert á að halda. Eða hvort eitthvert er hægt að halda yfirleitt.

Hellisg. enginn stígur 1000

Það eina sem sést eru flækjur lífsins.

En einmitt þá þegar öll sund virðast lokuð leynist vinur, það þarf bara að taka eftir honum.

Hellisg. nágranni ljónaköttur 1000

Þarna kom hann nágranni minn ljónakötturinn, konungurinn í skóginum. Hann kom hljóðlega og ég næstum missti af honum. En þegar ég kallaði til hans, kom hann rakleiðis til mín. Ég bað hann um hjálp, spurði hann um rétta leið út. Hann leyfði mér að tala og hlustaði vel. Þegar ég hafði létt á hjarta mínu sagði hann að enginn gæti í raun valið eða séð leiðina fyrir mig nema ég sjálf. ooooohhh ég þoli ekki svona ráðleggingar.....

Hellisg. nágranni vitur ljónaköttur 1000

Hann ljónaköttur sat hjá mér á meðan ég hugleiddi orðin hans. Svo sagði hann: "opnaðu augun, horfðu upp". Þetta virkaði eins og orðin um Sesam sem opnaðist. Ég leit upp og sá...

Hellisg. stígur hinumegin 1000

..glitta í stíg hinu megin og inn á milli trjánna. Ég klöngraðist og klifraði, beygði mig og skreið þangað til...

Hellisg. leiðin vörðuð 1000

...að leiðin var opin og meira að segja vörðuð framundan. Ég sé auðvitað ekkert hvert hún leiðir en hún liggur allavega áfram. Ég gekk út úr skugganum og hélt mína leið að halda áfram að rannsaka lífið. Nú veit ég allavega í hvaða átt ég á að halda.

Hellisg. steinrunninn úlfur 1000

Það er margt að sjá á leiðinni. Ég mætti úlfi sem reyndi að draga mig út af leiðinni minni. En rétt tímanlega sá ég að úlfurinn var í raun steinrunninn tröllaúlfur, svo ég klappaði honum létt og hélt svo áfram.

Hellisg. hellirinn 1000

Ég sá gamla hellinn sem ég lék mér í sem barn og hugsaði um þá stund þegar mér fannst þessi hellir stór og ævintýralegur. Nú kæmist ég varla inn í hann en hann er samt alveg jafn heillandi og áður og geymir örugglega fjársjóðinn ennþá.

Hellisg. börkur með inní 1000

Einn vörðurinn á veginum tók athygli mína. Hann var greinilega gamall og lífsreyndur enda man ég eftir honum frá því ég var hérna barn að leika mér. Nú bar þessi vörður merki síns langa lífs og mig langaði að vita hvað leyndist fyrir innan. Hvað gerðist? Af hverju var hann svona krumpinn? Ég reyndi að komast inní holuna til að vita hvað væri að. En þar var svo dimmt og ég fann myrkrið koma upp og reyna að draga mig niður til sín. Ég kipptist upp aftur ...

Hellisg. ljós á bakvið myrkrið 1000

..það varð allt svo dimmt, vegurinn hvarf skyndilega. Hvað var að gerast? Svo mundi ég orð ljónakattarins: "Opnaðu augun. Horfðu upp" það var ekkert einfalt, það er eins og myrkrið neyði mann til að horfa niður. En ég streittist á móti og einmitt þá var það sem ég sá ljós á bakvið myrkrið, pínulítið ljós en ég ákvað að einbeita mér að því.

Hellisg. undir og inní 1000

Ég sá að ljósið lýsti frá sér og ég gat horft inní og bakvið og séð marga liti og lög af grænu. Þarna var meiri birta, nú gat ég séð nógu vel til að halda áfram göngunni.

Hellisg. mörg lög af upp 1000

Ljósið lýsti mér á göngunni en af og til stoppaði ég til að horfa upp. Ég sá að það eru mörg lög af "upp", alltaf eitthvað lengra og hærra uppi. En mikið var þetta fallegt og litirnir svo bjartir. Ég fann sál mína fyllast af ljósi og orku og vellíðan. Mér fannst ég nógu sterk til að ganga upp sjálf.

Hellisg. sjálfsáður reynir 1000 

Ég leit til hliðar og sá háan klett og ákvað að prófa hina nýfengnu krafta mína. Þar bjó reynitré við erfiðar aðstæður í þröngri gjótu en þetta tré bar með sér styrk. Styrk þess sem hefur þurft að hafa fyrir lífinu og þetta reynitré bar mikinn ávöxt. Greinar þess voru þaktar berjum fyrir fugla himinsins að gæða sér á.

Hellisg. gjóta 1000

Leiðin upp var klettótt og full af sprungum og gjótum en þar voru líka fallegir litir. Kynnin af reynitrénu fyllti hjarta mitt gleði og gaf mér aukinn styrk til að halda áfram.

Hellisg. yfirsýn og fagrir litir 1000

Þegar upp var komið dró ég andann léttar, ég var komin upp! Ég stóð um stund og horfði yfir farinn veg. Þarna var dimmi skógurinn, lífsreyndu trén, stígarnir og klettarnir með sínar sprungur, steinrunnir úlfar og fleiri kynjaverur góðar og slæmar. En það var einmitt allt þetta sem leiddi mig upp á þennan klett svo ég gæti séð yfir og dásamað hvað lífið er í rauninni fallegt.

 Hellisg. ljosgeilsa runni 1000

Eftir að hafa staðið um stund og fundið þann frið sem fylgir því að horfa yfir, sá ég að það var enn hægt að klifra hærra og enn er margt fallegt að sjá.

Hellisg. innrammaður himinn 1000

Ég sá að ég á greinilega mörg ævintýri eftir framundan sem ég er spennt að sjá hvert mun leiða mig.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þú býrðalgjörri paradís,þetta er falleg hugleiðing og myndirnar ekki síðri.Sjáumst á fimmtudaginn.

María Anna P Kristjánsdóttir, 16.10.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir María. Ég hef komist að því að fegurð Paradísarinnar fer eftir því hvert maður horfir og með hvaða hugarfari og hvaða augum maður horfir.  

Er það á fimmtudaginn? ok, flott, til er ég. Sjáumst!

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.10.2007 kl. 12:54

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Skemmtileg saga, falleg hugleiðing og myndir. Sjáumst!

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2007 kl. 16:41

4 Smámynd: Fríða Eyland

Þessi ferð var dásamleg, náttúran er guð. Ljónakötturinn er náttúruundur eins og allt hitt.

Takk fyrir mig 

Fríða Eyland, 16.10.2007 kl. 20:08

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk stelpur, frábært að fá jákvæð komment. Þá þorir maður að halda áfram að tjá sig

Sjáumst! 

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.10.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband