Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Friður

Hvað er friður? Hvernig getum við öðlast frið? Hvernig getum við viðhaldið friði? Er friður á Íslandi? Hvað þarf til að friður sé stöðugur? Er friður bara aðgerðarleysi? Friður gerist ekki bara á einum degi. Við þurfum stöðugt að vinna að friði. Stöðugt að bæta okkur og vera betri í dag en í gær. 

Mín kenning í dag er að friður geti aðeins verið til staðar þar sem er kærleikur, frelsi, umburðarlyndi, velmegun, öryggi og samkennd. Þar sem allir þjóðfélagshópar hafi jöfn tækifæri til að tjá sig og þróa áfram sína bestu hæfileika og getu. Þar sem allir hafa jafnan rétt til heilsueflingar, trúarbragða, náms og atvinnu. Og hvernig náum við þessu? Við þurfum hvert og eitt okkar að byrja innra með okkur sjálfum. Friður er eilíf þróun, líf sem vex í sátt við umhverfi sitt og við sjálfan sig.

Hléseyjar dúfa

Þessi litla krúsídúlla heitir Hléseyjar Dúfa og hefur nú þegar byrjað sitt þróunarferli í átt til friðar.  Hvað með þig?

Það getur skipt höfuðmáli í átt til friðar að hjálpa þeim sem eiga erfitt með að hjálpa sér sjálfir. Hjálpa þeim til þess að geta hjálpað sér sjálfir.

Skrifum okkur öll á undirskriftalistann  til að styðja leiðréttingu á málum öryrkja og eldri borgara. Gefum þeim tækifæri til að fá að lifa í sátt við sjálfa sig og aðra.

 Friður sé með ykkur. Góða nótt. 

 


Mynd

Stundum þarf engin orð.....

Sólarlag 1000

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

... bara horfa og hugleiða...


Allt í lífinu hefur sinn tíma

Allt í veröldinni hefur sinn tíma. Við mennirnir erum samt alls ekkert alltaf sammála þeim tíma.  Hún Pollýanna mín er orðin svo gömul, já ansi mikið gömul. Fyrir hund er ekki gott að missa sjón og heyrn. Hún hefur þó enn þefskynið en á erfitt með að skilja gigtarverki og annað innanmein. Maður finnur að líður að leikslokum hjá elsku litlu Pollýönnu minni. Hún er orðin 14 1/2 árs og hefur átt góða ævi. Maður finnur sorgina læðast að í hjartanu, hvern morgun þegar ég athuga hvort hún andar ennþá. Horfi á hana og kalla í hana en hún heyrir ekki. Hrekkur svo upp þegar maður klappar henni varlega. Hún gengur um eins og ég sé sjálfa mig fyrir mér um 100 ára aldurinn Woundering

En hún Pollýanna á ennþá góðar stundir inn á milli. Hún yngist öll upp þegar hún "leikur" við litlu Sólina mína

hana Emblu. AEskan og ellin 1000

Embla Sól laumar til hennar kexi og knúsi og maður finnur Pollýönnu ljóma upp og hún þakkar góðgerðirnar með hundakossi. 

Þær ná einstaklega vel saman, það yljar manni um hjartarætur að sjá börn og dýr svo góða vini.  


Í "blómabeði samfélagsins"

Samfélag er byggt upp af margvíslegum einstaklingum. Sumir eru sterkir og geta staðið sjálfir hvað sem á dynur, jafnvel verið stuðningur fyrir aðra. Svo eru sumir veikbyggðari af ýmsum ástæðum. 

 

öryrkjarós 624
 
Sama hversu fallegt "blóm" hinn veiki er, það er bara ákveðið álag sem hann þolir. Sumir ná aldrei að blómgast vegna álags, sumir svigna undan þunganum, ná aldrei upp í sólarljósið.
Er ekki málið að styðja við þá sem þurfa hjálp við að ná að teygja sig upp á móti birtunni? Er ekki óþarfi að leggja meiri byrðar á hinn veika en þann hrausta?  
Ég er sannfærð um að hinir veikari þegnar samfélagsins gætu blómstrað og fegrað samfélagið enn meir, ef aðeins þeir fengju stuðning til þess og létt yrði á byrðunum . 
 
Hvar er sanngirnin í þessu samfélagi? Mannkærleikurinn....? Elska náungann og allt það, hefur þetta í alvöru bara orðið eftir einhversstaðar? Eða var það kærleiksplantan sem var reitt upp í stað arfans?
 
Við eigum öll að geta blómstrað saman án þess að kæfa hvert annað. Það þarf aðeins að gefa öllum jöfn tækifæri til að sjá sólarljósið. Við þurfum öll á því að halda að allir þegnar samfélagsins geti blómstrað, hver á sínum forsendum. Allir hafa eitthvað að gefa. 
 
Svona nú, stjórnendur þessa samfélags, farið nú að svara og gera eitthvað í þessum málum.
 

 


Þess vegna er undirskriftalistinn í gangi....

Þetta er nefnilega nákvæmlega málið! Hver skilur hugsunina á bakvið þennan gjörning? Nei, það virðist nefnilega ekki vera neitt mikil hugsun á bakvið. Og það sem meira er, að það eru þúsundir manna núna í sömu eða svipuðum málum. Misstórar upphæðir en þúsundkallar skipta öryrkja máli, það er nú bara þannig. Ég þarf sjálf að greiða 43.000,- til baka núna, það eru vetrardekk undir bílinn, svo bíllinn minn verður þá bara vetrardekkjalaus í vetur. Vona að það verði ekki mikil hálka... Woundering Ég er samt heppin því ég get ennþá borðað og hef húsaskjól. Hvað gerir fólk sem þarf að borga hundruð þúsunda til baka.... af örorkubótum ... Shocking  ???  Þetta er ekki hægt, það sjá það allir. 

Ein af mörgum svona sögum er hér á blogginu mínu frá því 12.10.07

En það var einmitt út af þessum málum sem "Fjöryrkjar" fóru af stað með undirskriftasöfnun um leiðrétt kjör öryrkja og eldri borgara. Skrifið undir HÉR 

Við viljum öll leiðrétta þessi mál, ég er sannfærð um það, nú er bara að drífa sig, áður en fólk gefst upp. 

Frábært hjá þér Guðmundur Ingi að koma fram með þessa sögu. Joyful  Takk fyrir að leyfa okkur að heyra.


mbl.is Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband